Útskrift 17.desember

Útskrift Fjölbrautskólans við Ármúla á haustönn 2021 mun fara fram í hátíðarsal skólans, föstudaginn 17.desember kl. 13.00.

Æfing fyrir útskrift verður fimmtudaginn 16.desember kl. 16.

Vegna sóttvarnartakmarkana þurfa allir nemendur og sem mæta til útskriftar og gestir þeirra að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Prófið má ekki vera eldra en 48 klst.

Við brýnum fyrir öllum að mæta tímanlega þar sem það getur tekið tíma að fara yfir niðurstöðu hraðprófa .

Sjáumst í hátíðarskapi á föstudaginn.