Útskrift af sérnámsbraut

Í dag útskrifuðust 7 nemendur af sérnámsbraut FÁ og hlaut einn þeirra, Arnar Ingi Gunnarsson, sérstaka viðurkenningu fyrir góða ástundun í námi. Pálmi Vilhjálmsson, kennslustjóri sérnámsdeildar, og Magnús Ingvason, skólameistari, afhentu prófskírteinin og leiddu svo fjöldasöng ásamt útskriftarnemanum Helenu Halldórsdóttur. Þá flutti Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari, ávarp og þau Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir og Reynir Snær Magnússon, fyrrum starfsmaður sérnámsbrautar, fluttu tvö falleg lög. Loks var útskriftarnemunum og gestum þeirra boðið til kaffisamsætis í skólanum.