- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í gær, laugardaginn 17.desember var hátíðlegur en snjóþungur dagur í FÁ þegar skólinn útskrifaði 75 nemendur af 9 brautum og þar af tvo af tveimur brautum. Veðrið setti smá strik í reikninginn og voru þónokkrir nemendur sem ekki gátu mætt í útskriftina.
54 nemendur útskrifuðust sem stúdentar og frá nýsköpunar- og listabraut útskrifast einn nemandi.
Af heilbrigðissviði útskrifuðust 22 nemendur, 4 sem heilbrigðisritarar, 1 sem læknaritari, 10 sem heilsunuddarar og svo 7 sem sjúkraliðar.
Dúx skólans er Aníta Harðardóttir sem útskrifaðist af félagsfræðibraut með meðaleinkunnina 8.76.
Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari fluttu ávörp og fóru yfir liðna önn. Í ræðu sinni fjallaði Magnús m.a. um málefni flóttamanna. Hann sagði að Ísland gæti sannarlega ekki tekið á móti öllum þeim 15 milljónum fullorðinna og 15 milljónum barna sem eru á flótta í heiminum í dag, en við gætum þó gert betur. Fyrir nærri tveimur áratugum hafi íslensk stjórnvöld sett landið á lista viljugra þjóða sem hafi hafið stórfelldan hernað í Miðausturlöndum, en að mörgu leyti má rekja flóttamannavandamál dagsins í dag til þeirra aðgerða. Sú framkvæmd var í andstöðu við meginþorra þjóðarinnar. Það væri siðferðisleg ábyrgð okkar íslendinga að gangast við þeim verknaði og taka á móti flóttamönnum og taka vel á móti þeim.
Aníta Harðardóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftanema. Inga Sigríður Halldórsdóttir átti að flytja kveðjuávarp fyrir hönd útskriftarnema Heilbrigðisskólans en hún var því miður veðurteppt.
Þrír farsælir starfsmenn skólans til margra ára voru kvaddir en það eru Jóna Guðmundsdóttir gæðastjóri og sviðsstjóri bóknáms, Guðrún Narfadóttir áfangastjóri og Þór Elís Pálsson kennari á kvikmyndabraut skólans.
Tónlistarflutningur við athöfnina var undir stjórn Lilju Daggar Gunnarsdóttur kennara við skólann. Fékk hún til liðs við sig nemendur úr tónlistaráfanga skólans og fluttu þau lagið Last Christmas.
Síðan lauk athöfninni með hátíðlegum samsöng allra viðstaddra á Heims um ból við undirleik Lilju Daggar.
Við óskum öllum útskriftarnemum til hamingju með áfangann og óskum þeim bjartrar framtíðar.
Hér eru tenglar á fleiri myndir frá útskriftinni: