Útskrift frá FÁ

Í dag var hátíð í FÁ þegar skólinn útskrifaði 72 nemendur og þar af 7 af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en útskriftin fór fram í hátíðarsal skólans.

59 nemendur útskrifuðust sem stúdentar og frá nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 4 nemendur. 12 útskrifuðust af félagsfræðibraut, 1 af íþrótta og heilbrigðisbraut og 6 af náttúrufræðibraut. Af opinni braut útskrifuðust 25 og loks 15 með viðbótarnám til stúdentsprófs.

Af heilbrigðissviði útskrifuðust 16 nemendur, 1 útskrifast af heilbrigðisritarabraut, 1 af lyfjatæknabraut, 5 af heilsunuddbraut og loks 9 af sjúkraliðabraut.

Dúx skólans að þessu sinni er Kristján Arnfinnsson sem útskrifaðist af opinni stúdentsbraut með meðaleinkunnina 8.37. Óskum við honum hjartanlega til hamingju.

Eftirfarandi útskriftarnemendur fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í einstökum námsgreinum eða brautum: Helena Harðardóttir fær viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Kristján Arnfinnsson fær viðurkenningu fyrir frábæran árangur í efnafræði og jarðfræði. Kristófer Jón Sæmundsson fær viðurkenningu fyrir góðan árangur á nýsköpunar- og listabraut og þá sérstaklega í kvikmyndagerð. Berglind Eva Eggertsdóttir fær viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. Phlipp Anwar Loose fær viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku og Eva Björg Þorleifsdóttir fær viðurkenningu fyrir frábæran árangur í sérgreinum heilbrigðisritara

Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari fluttu ávörp og fóru yfir liðna önn.

Tómar Davíð Thomasson flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftanema og Birta María Torfadóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftarnema heilbrigðisskólans.
Tónlistarflutningur við athöfnina var í höndum nemenda úr tónlistaráfanga skólans. Tamar Milenkovic og Rafael Róbert Símonar sungu lagið “I can´t go on without you” eftir Kaleo.

Síðan lauk athöfninni með hátíðlegum samsöng allra viðstaddra á Heims um ból við undirleik Tamöru Milenkovic á píanó og Rafaels Róberts Símonarsonar á gítar.

Við óskum öllum útskriftarnemum til hamingju með áfangann og óskum þeim bjartrar framtíðar. Það er ósk okkar að þeir minnist skólans með hlýju.

Hér má sjá myndir frá útskriftinni:

Skoða myndir