Útskrift haustannar 2023

 

Í dag var hátíð í FÁ þegar skólinn útskrifaði 75 nemendur af 12 brautum og þar af 7 af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en brautskráning fór fram í hátíðarsal skólans.

54 nemendur útskrifuðust sem stúdentar og frá nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 3 nemendur. 8 útskrifuðust af félagsfræðibraut, 3 af íþrótta og heilbrigðisbraut og 7 af náttúrufræðibraut. Af opinni braut útskrifuðust 25, 2 af viðskipta- og hagfræðibraut og loks 10 með viðbótarnám til stúdentsprófs.

Af heilbrigðissviði útskrifuðust 24 nemendur, 1 útskrifast af heilbrigðisritarabraut, 2 af lyfjatæknabraut, 8 af heilsunuddbraut, 8 af sjúkraliðabraut og loks 5 af þjónustutæknabraut.

Dúx skólans að þessu sinni er hún Snædís Hekla Svansdóttir sem útskrifaðist af opinni stúdentsbraut með meðaleinkunnina 9.1 eftir aðeins tvö og hálft ár. Hún fékk einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í íslensku, ítölsku og félagsgreinum. Glæsilegur árangur og óskum við henni hjartanlega til hamingju.

Eftirfarandi útskriftarnemendur fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í einstökum námsgreinum eða brautum: Urður Þórsdóttir - saga, Sara Ósk Waage - efnafræði, Anna Stella Tryggvadóttir - enska, Anna Zhu Ragnarsdóttir - félagsstörf, Dina Zobkova - sjúkraliðabraut, Mína Stencev - Ísan, Maria Monica Luisa Gísladóttir - lokaverkefni sjúkraliðabrautar, Þorkell Valur Gíslason - kvikmyndagreinar, Heiðrún Líf Reynisdóttir - viðskiptagreinar, Kristín Berta Sigurðardóttir og Ragna Björg Ingólfsdóttir - heilsunuddbraut.

Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari fluttu ávörp og fóru yfir liðna önn.

Tómas Sveinsson flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftanema og Ragna Björg Ingólfsdóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftarnema heilbrigðisskólans.

Tónlistarflutningur við athöfnina var undir stjórn Lilju Daggar Gunnarsdóttur kennara við skólann. Fékk hún til liðs við sig 3 nemendur úr tónlistaráfanga skólans, þá Þorbjörn Helgason sem söng og Markuss og Rafael Róbert sem spiluðu á gítar. Fluttu þeir lagið Somewhere Only We Know með Keane.

Síðan lauk athöfninni með hátíðlegum samsöng allra viðstaddra á Heims um ból við undirleik Lilju Daggar.

Hér eru myndir frá útskriftinni.

Hér eru myndir frá útskrift Heilbrigðisskólans.

Fleiri myndir frá útskriftinni má sjá á Facebook síðu skólans.