Veganúar

Janúar hefur fengið nýtt nafn, og ekki er það hið forna nafn mánaðarins, mörsugur sem kemur í staðinn. Nei, í janúar á nefnilega alls ekki að sjúga mör eða neitt það matarkyns sem úr dýraríkinu er ættað. Af því tilefni er við hæfi að mánuðurinn fái hið vinalega nafn "veganúar" sem gefur til kynna að nú gerast allir í FÁ vegan, verða grænku-nammigrísir og geta borðað með góðri samvisku, engin lömb sem þagna okkar vegna, ekkert metangas af okkar völdum að hita upp andrúmsloftið, engin skógareyðing til þess að gera bithaga fyrir framtíðarhamborgara.

Til þess að koma mönnum á græna grein í mataræðinu, ætlar Krúska í mötuneytinu að hafa eingöngu vegan-rétti á þriðjudögum og skólinn aðstoðar með því að niðurgreiða matinn til nemenda svo hann kosti ekki krónu meir en 650 þessa vegan þriðjudaga.

Verum góð við dýrin, klöppum þeim en stingum ekki í þau hnífapörum. Og svo er vegan-matur miklu betri en hræát.