- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Nemendur í FÁ tóku þátt í stórskemmtilegu fótboltamóti sem skipulagt var af nemendaráðum FB og FÁ. Skólarnir tveir kepptu í flokkunum strákar, stelpur og stjórnir nemendafélaga. FÁ sigraði einn af þremur leikjum og þykir afar líklegt að nemendaráðin endurtaki leika á næsta ári. Um 170 nemendur mættu frá skólanum upp í íþróttahús Fjölbrautaskólans í Breiðholti og hvöttu liðið sitt áfram.
FB hlaut farandbikarinn að þessu sinni en markmið nemenda í FÁ er að sjálfsögðu að ná honum til sín að ári liðnu. Við skólann eru fjölmargir sem bera af í fótbolta og nemendur eru strax farnir að æfa sig fyrir næsta mót.
Stjórnir nemendafélagana eiga sannarlega hrós skilið fyrir þetta frábæra framtak!