- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Miðvikudaginn 6. október 2021 var Forvarnardagurinn haldinn í grunn- og framhaldsskólum landsins. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Við í Fjölbrautaskólanum við Ármúla ákváðum að taka heila viku undir forvarnir og héldum forvarnarviku 4.-8.október. Við fengum 3 fyrirlesara til að koma og halda smá fræðslu fyrir okkur.
Andrea frá Heilsulausnum fræddi okkur um skaðsemi rafrettureykinga, munntóbaks og orkudrykkja.
Lori frá Pietasamtökunum sagði frá starfssemi félagsins, geðheilsu og úrræðum. Virkilega áhugavert erindi sem var streymt í allar stofur og má sjá fyrirlesturinn hér.
Anna Steinsen frá KVAN var með stórskemmtilegt erindi í matsalnum um kvíða og þrautseigju.
Einnig stóð nemendaráðið fyrir skemmtilegum Kahoot spurningaleik með forvarnarívafi og voru vegleg verðlaun í boði. Við enduðum síðan þessa skemmtilegu viku á pylsupartýi þar sem nemendafélagið og skólinn buðu öllum nemendum upp á pylsur og gos. Yfir pylsunum söng síðan hún Katrín Edda lagið sem hún keppti með á Söngkeppni framhaldsskólanna. Forvarnarvikan tókst mjög vel og almenn ánægja var með viðburði og fyrirlestra.