Vel heppnuð Litlu jól framhaldsskólanna

Litlu jól framhaldsskólanna fóru fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fimmtudaginn 28. nóvember  en viðburðurinn var haldinn af FÁ, Tækniskólanum og MS. Fjölmargir framhaldsskólanemar mættu á Litlu jólin og sló loftslagsvæna kakóið algjörlega í gegn hjá nemendum. Tilgangur viðburðarins var að fræða nemendur um loftslagsmál með skemmtilegum hætti. Hringrásarhagkerfið var allsráðandi á viðburðinum og hver einasta smiðja úthugsuð frá umhverfissjónarmiði. Viðburðurinn gekk afskaplega vel og söfnuðust 37 þúsund krónur til styrktar Barnaheilla.

Fjölmargt var í boði á viðburðinum:

  • fataskiptimarkaður
  • lukkuhjól til styrktar Barnaheilla
  • þakklætissmiðja frá Grænfánanum
  • fataviðgerðir
  • jól í skókassa
  • fríbúð
  • fræðsla frá Frey Eyjólfssyni, hringrásarhagkerfispeppara
  • loftslagsvænt kakó og afgangs bakarísmatur
  • nýbakaðar smákökur frá nemendum í MS
  • piparkökuskreytingar
  • Tónlist frá nemendum Tækniskólans, Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntaskólans við sund

Jólasveinn mætti einnig á svæðið og vakti það mikla lukku meðal nemenda. Gjafakortum frá Hopp var dreift um salinn og var ókeypis að koma á Hopp-hlaupahjóli í skólann allan daginn.

Viðburðurinn var styrktur af fjölmörgum aðilum, t.d. Strætó, Hopp, Rent a party, Nytjamarkaði ABC, Krónunni, Góða hirðinum, Ekó húsinu, Grænfánanum og Hringekjunni og þakka umhverfisráðin kærlega fyrir stuðninginn. Aðal styrkurinn kom svo frá loftslagssjóði ungs fólks hjá Reykjavíkurborg. Án hans hefði viðburðurinn ekki geta orðið að veruleika.