Verðlaunahafi í þýskuþraut

Vladyslav Kolpakov
Vladyslav Kolpakov

Nemandi í FÁ, Vladyslav Kolpakov tók þátt í þýskuþraut sem Félag þýskukennara á Íslandi heldur árlega. Tæplega 100 nemendur úr átta framhaldsskólum tóku þátt í ár. Keppt var í tveimur erfiðleikaflokkum. Vladyslav var í fimmta sæti í erfiðari flokknum. Hann tók við verðlaunum frá sendiráði Þýskalands í Húsi KÍ föstudaginn 28. mars. Innilegar hamingjuóskir Valdyslav.