Veturinn mættur

Í dag er fyrsti vetrardagur. Gormánuður byrjar. Sólin kom upp klukkan 08:40 og leggst til hvílu 17:47.Í gær var námsmatsdagur og á mánudaginn verður vetrarfrí. Það er langt liðið á önnina og nú ríður á að taka góðan endasprett og ekki láta hugfallast þótt hríðin berji á gluggana á myrkum vetrarmorgni. Jafnframt er gott að fara að huga að náminu næstu önn; nú er búið að opna fyrir val í INNU. Vali fyrir vorönn verður að vera lokið 10. nóvember.