Víða ratar FÁ

Vits er þörf þeim er víða ratar segir í Hávamálum. Það fór ekki  hátt um ferðalag þýskunemenda til Stralsund í Þýskalandi dagana 19-25. nóvember, á vegum Erasmus+ verkefnisins, "Huga, Gera og Starfa á sjálfbæran máta". Frá Íslandi fóru kennararnir Steinunn Geirsdóttir og Svanhildur Pálmadóttir og í fylgd með þeim fimm nemendur. Þetta var strembin ferð og ströng dagskrá eins og vera ber en hápunktur ferðarinnar var að hitta sjálfan Þýskalandskanslara Frau Merkel. Hún tók ferðalöngum vel og spurði margs um tíðarfar á Íslandi og hvort gott væri undir sauðfé á landinu. Þetta var frábær för en fundurinn með kanslaranum kannski það Merkel-legasta. Höfundarréttur á mynd: Bundesregierung/ Jesco Denzel.