Vitið þér enn...

Nú er fyrst skóladagurinn að baki en sem betur eru eru heilmargir framundan svo það er ekkert að óttast. Vonandi hefur flestum líkað vel við þann veruleika sem blasti við þeim í morgun, að baki langt jólafrí og munaður og nú er að setja í gírinn og koma sér af stað.

Nú á miðvikudaginn, 9. janúar keppir lið FÁ við lið Menntaskóla Borgarfjarðar í Gettu betur. Viðureignin fer fram í útvarpshúsinu við Efstaleiti og hefst kl. 20:00. Það væri gaman að nemendur mættu í útvarpshúsið til þess að styðja sitt fólk. Lið FÁ er skipað eftirtöldum nemendum:
Bryndísi Sæunni S Gunnlaugsdóttur
Elínrós Birtu Jónsdóttur
Jóni Daða Skúlasyni

Þjálfari liðsins er Ísak Hallmundarson, fyrrum nemandi skólans. Við óskum liðinu góðs gengis.