Vonandi bjart framundan

Fæstir við FÁ, hvort sem það eru kennarar, starfsfólk eða nemendur, fagna því að fara saman í eina sæng með Tækniskólanum þótt sá skóli megi njóta alls sannmælis. Menn eru efins um skynsemi þess hjúskapar. Viðbrögðin hafa heldur ekki látið á sér standa. Nemendur við skólann undir forystu Mirru Sjafnar Gunnarsdóttur,söfnuðu tæplega 1300 undirskriftum þar sem yfirtöku Tækniskólans á FÁ var mótmælt. Undirskriftalistinn var svo afhentur menntamálaráðherra í dag, sjá Fréttir á RUV (hefjast á mín. 7.29)

Kennarar og starfsfólk FÁ sendu eftirfarandi yfirlýsingu til allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis sem ætlaði að ræða þetta mál í dag:

"Kennarar og starfsfólk Fjölbrautaskólans við Ármúla lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar yfirtöku Tækniskólans á skólanum. Engin haldbær rök hafa verið færð fyrir yfirtökunni sem myndi, ef af yrði, rústa áratugalöngu uppbyggingarstarfi við skólann."

Sólin skín, sumarið er á næsta leiti, vonandi dregur engin dimm ský fyrir sólu svo FÁ fái baðað sig í ljósinu enn um langa hríð.