GÆST2VE05 - Gæðastjórnun

Undanfari : HBFR1HH05
Í boði : Haust
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Fjallað er um stjórnun almennt, breytingar, viðmið og verkefnastjórnun. Öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustu eru skoðuð ásamt almennri gæðastjórnun. Auk þess er rætt um þekkingarstjórnun, mannauðsstjórnun, persónuþróun og tímastjórnun.

Kennslugögn:, Inngangur að stjórnun eftir Sigmar Þormar, útgefandi Skipulag og skjöl ehf, 2007. Einnig er notast við kafla úr eftirtöldum bókum:

Samskiptafærni eftir Hauk Inga Jónasson og Helga Þór Ingason, útgefandi JPV, 2012 og Leiðtogafærni eftir Hauk og Helga, JPV 2011 en þessar tvær eru ítarefni.

Ýmislegt námsefni af veraldarvefnum

Glærur frá kennara, verkefni og fleira er aðgengilegt í gegnum námsumhverfi Moodle

Námsmat: Verkefni 50%, lokapróf 50% þarf að ljúka því með lágmarki 5 í einkunn.