Spurt og svarað um FÁ

Almennt

Hvar er skólinn staðsettur ?

Ármúla 12, 108 RVK

Hvað eru margir nemendur í skólanum ?

Um 900 í dagskóla og um 1300 í fjarnámi

Hvernig sæki ég um skólavist ?

Á www.innritun.is

Hvar finn ég skólareglurnar ?

Hér er hlekkur á skólareglur skólans.

Hvar og hvernig tilkynni ég veikindi

1. Veikindaforföll skal tilkynna rafrænt í INNU samdægurs þann dag sem veikindin eru. Eingöngu er hægt að tilkynna veikindi fyrir einn dag í einu.

2. Rafrænar tilkynningar frá forráðamanni nemanda undir 18 ára teljast fullnægjandi og frekari staðfesting er óþörf.

3. Nemendur sem eru eldri en 18 ára þurfa að skila inn læknisvottorði innan þriggja virkra daga frá lokum veikinda til viðbótar rafrænni skráningu í INNU.

Hvað gerist ef ég veikist á miðjum skóladegi ?

Þá ferðu heim og jafnar þig. Það er bara hægt að skrá veikindi fyrir heilan dag ekki staka tíma.

Fæ ég fjarvist ef ég þarf að fara t.d. til læknis á skólatíma ?

Já. Öll leyfi eða vottorð eru færð af skrifstofu eða aðstoðarskólameistara. Kennarar veita ekki leyfi. 

Hvar sæki ég um leyfi til að fara t.d. í ökupróf ?

Hjá Kristrúnu aðstoðarskólameistara og hún er með netfangið kristrun.birgisdottir@fa.is

Get ég fengið einingu fyrir mætingu ?

Já ef þú ert með yfir 95% raunmætingu

Er hægt að falla á mætingu ?

Já ef þú ferð undir 80% raunmætingu

Hvenær er skólinn opinn á daginn ?

Frá 7.00-16.00 nema á föstudögum er húsið opið til kl. 13.00

Námið

Er bekkjarkerfi eða áfangakerfi í skólanum ?

Það er áfangakerfi í FÁ.

Hvaða námsbrautir eru í boði ?

Það eru margar brautir í FÁ og getur þú séð þær hér.

Er hægt að skipta um braut ?

Já, þá þarf að ræða við náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra.

Hvar finn ég upplýsingar um áfanga sem eru kenndir í FÁ ?

Hér er hlekkur á alla þá fjölbreyttu áfanga sem kenndir eru í skólanum.

Fæ ég að ráða miklu um innihald námsins ?

Það er val á öllum stúdentsbrautum, mismargir áfangar eftir brautum.

Hvað þarf ég að taka mörg fög á önn til að útskrifast á þremur árum ?

Sirka 33-35 einingar eða 7 fög á önn til að ná að klára á 3 árum.

Hvað er stúdentspróf margar einingar ?

200 einingar

Hvernig er námsmatið í skólanum ?

Í skólanum er fjölbreytt námsmat og símat.

Hvar finn ég námsáætlanir fyrir áfanga sem ég er í ?

Námsáætlanir í hverju fagi má sjá inni á Innu.

Er fjarnám í boði í FÁ ?

Já. Í skólanum er boðið upp á mikið úrval af fjárnámsáföngum sem eru kenndir á þremur önnum, vor, sumar og haust. Hér má sjá nánari upplýsingar um fjarnámið.

Verð ég að hafa fartölvu/spjaldtölvu til umráða sem nemandi ?

Nei það er ekki gerð krafa um það, nemendur geta fengið aðgang að tölvum í skólanum.

 Mat

Get ég fengið framhaldsskóla áfanga metna úr grunnskóla ?

Get ég fengið annað nám metið í FÁ ?

Já, það er allt metið á milli skóla

Get ég fengið tónlistarnám metið til eininga ?

Já ef þú hefur lokið grunnprófi eða miðprófi

Get ég fengið listdansnám og myndlist metið til eininga ?

Já, ef það er námskrárbundið nám.

Má ég sleppa skólaíþróttum ef ég æfi íþróttir ?

Ef þú æfir með meistaraflokk eða ert í landsliði þá er hægt að fá það metið til eininga. Hægt er að bera undir íþróttakennara ef þú æfir marga tíma á viku til að fá það metið.

Þjónusta

Hvar eru námsráðgjafar skólans með skrifstofu ?

Námsráðgjafar skólans eru með skrifstofu á neðri hæð á N-gangi á skrifstofu stoðþjónustu.

Hvernig bóka ég tíma hjá námsráðgjöfum ?

Með því að koma við hjá þeim eða senda þeim póst.  Nánari upplýsingar um námsráðgjafa skólans má finna hér.

Er tekið tillit til námserfiðleika, t.d. lesblindu og ADHD ?

Já ef nemendur hafa skilað inn greiningum.

Er boðið upp á einhverja námsaðstoð ?

Já það er heimanámsaðstoð í Setrinu, nánari upplýsingar hér.

Get ég sótt um lengri prófatíma ?

Það er ekki þörf á því þar sem próftíminn á að vera nægur miðað við prófið.

Er bókasafn í FÁ ?

Já það er flott bókasafn í FÁ, nánari upplýsingar hér. 

Er hægt að fá aðstoð hjá sálfræðingi/hjúkrunarfræðingi í skólanum ?

Já við erum með skólasálfræðing og tvo hjúkrunarfræðinga starfandi í skólanum.  

Hvernig get ég prentað út í skólanum ?

Nemendur geta prentað verk sín á prentara sem er staðsettur í norðurálmu skólans. Þessi prentari sameinar prentun, ljósritun og skönnun í svart/hvítu og lit. Hér má sjá nánari upplýsingar

Er mötuneyti í FÁ ?

Já, mötuneyti er rekið fyrir nemendur og starfsfólk skólans þar sem leitast er við að hafa hollan, góðan og fjölbreyttan mat í boði.

Á morgnana er boðið upp á hafragraut og í hádeginu er í boði heitur matur og er ávallt hægt að velja grænmetis/vegan rétt. Einnig er hægt að kaupa samlokur, salöt, drykki og fleira.  Nánari upplýsingar hér.

Er hægt að leigja skáp ?

Já, nemendur geta leigt skápa í skólanum og er það gert á skrifstofu skólans. Leigugjaldið er kr. 1.000.- fyrir eina önn. Að auki þurfa nemendur að nota lás. Hægt er að kaupa lás á skrifstofu skólans.

Er hægt að leggja í bílastæðum skólans ?

Nemendur geta leigt aðgang að bílastæðum á lóð skólans. Leigugjaldið fyrir önnina er kr. 5.000.-, auk þess þarf að borga kr. 1.500.- fyrir bílastæðakortið sjálft.

Félagslífið

Hvernig er félagslífið ?

Það er frábært félagslíf í skólanum sem nemendaráðið skipuleggur.

Er nemendafélag í skólanum ?

Já, í FÁ er starfrækt nemendafélag, NFFÁ. Félagsmenn eru allir þeir nemendur við skólann sem greiða nemendafélagsgjöld. Nemendafélag skólans vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda.

Hvar fæ ég að vita hvaða viðburðir eru á vegum nemendafélagsins ?

Þeir eru auglýstir á upplýsingaskjáum í skólanum og á Instagram reiknings skólans og nemendafélagsins .

 Hefur þú fleiri spurningar varðandi námið og aðstöðuna í FÁ ? Sendu þá inn spurningu hér:

Senda fyrirspurn

Síðast uppfært: 05. nóvember 2024