A Green Day verkefnið

Á síðasta ári tók Fjölbrautaskólinn við Ármúla þátt í Erasmus verkefninu A Green Day í samstarfi við IES Tegueste frá Tenerife. Verkefnið byggði á samstarfi tveggja skóla þar sem markmiðið var að fræða hvorn annan um ýmis umhverfismál. FÁ hjálpaði IES Tegueste að undirbúa vinnu við umsókn um Grænfánann sem við höfum fengið afhentan í um 20 ár, fyrstir allra framhaldskóla. Í verkefninu fyrir hönd FÁ voru Andri Ingvason, Guðbjörg Eiríksdóttir og Tinna Eiríksdóttir en með þeim voru fimm nemendur sem stunda nám við skólann.

Í maí 2024 fengum við fimm nemendur og þrjá kennara í heimsókn til okkar frá Tenerife. Nemendur beggja skóla kynntu sinn skóla með fyrirlestri en nemendur FÁ höfðu svo undirbúið kynningu á Grænfánanum og skrefunum sem þarf að vinna til þess að öðlast hann. Hópurinn ferðaðist aðeins um Íslandi og fóru meðal annars Gullna hringinn. Dagana 2.-9. nóvember fór hópurinn síðan í heimsókn til IES Tegueste á Tenerife. Þar lærðu nemendur um kolefnisspor eyjanna ásamt því að reikna út kolefnisspor skólanna sinna. Nemendur fengu kynningar um fjölbreytt og áhugaverð sjálfbærni verkefni innan IES Tegueste. Hópurinn fékk að kynnast náttúrunni á Tenerife og fór í ferð um regnskóg á norðurhluta eyjarinnar ásamt því að skoða þjóðgarðinn og eldfjallið Teide á miðri eyju í rúmlega 2000 metra hæð.

Frábært verkefni í alla staði og nemendur og starfsfólk komu heim reynslunni ríkari og með góðar minningar í farteskinu.

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá á Facebook síðu skólans.