Annarbyrjun

Á þessari síðu má finna hagnýtar upplýsingar um skólann, skólastarfið, námið og fleira sem gott er að kynna sér í upphafi annar.

Skrifstofa

Skrifstofa skólans er á fyrstu hæð í aðalbyggingu skólans. Skrifstofan er opin frá kl. 8:00 - 15:00 alla virka daga.

Á skrifstofunni er t.d. hægt að nálgast bílastæðakort, nemendaskápa og senda inn veikindatilkynningar og margt fleira.

Skrifstofustjóri er Ingibjörg Ásgeirsdóttir og fulltrúi er Esther Helga Ólafsdóttir. Hægt er að hafa samband við skrifstofuna á netfanginu fa@fa.is og í síma 525-8800.

Námið og námsumhverfi

Inna

INNA er upplýsingakerfi framhaldsskólanna. Þar er haldið utan um almennar upplýsingar um hvern og einn nemanda, stundatöflu hans, námsferil og skólasókn. Kennsluáætlanir, verkefnavinna, próf, fyrirmæli og ýmislegt annað verður sett á INNU vikulega. Þar geta nemendur og foreldrar/forráðamenn þeirra fylgst með framvindu náms, einkunnum fyrir verkefni/próf og viðveru.

Foreldrar nemenda 18 ára og yngri hafa aðgang að INNU. Til að komast inn á INNU þarf rafræn skilríki.

Veikindi og forföll

Veikindaforföll skal tilkynna rafrænt í INNU samdægurs, fyrir kl. 12:00 þann dag sem veikindin eru.

Nemendur eldri en 18 ára skrá veikindi rafrænt í INNU og skila vottorði innan þriggja daga. Ef nemendur eldri en 18 ára gefa foreldrum aðgang að INNU þá geta foreldrar skráð veikindin í INNU og þá þarf ekki að skila inn vottorði. Rafrænar tilkynningar frá forráðamanni nemanda undir 18 ára teljast fullnægjandi og frekari staðfesting er óþörf. Einungis er hægt að tilkynna veikindi fyrir einn dag í einu.

 Skólasókn

Nem­endur skulu sækja allar kennslu­stundir í þeim áföngum sem þeir hafa valið sér og mæta stund­vís­lega. Ef nemandi mætir seint í tíma fær hann hálft fjarvistarstig og ef nemandi mætir ekki tíma fær hann heilt fjarvistarstig. Skóla­sókn­ar­ein­kunn er gefin fyrir heild­ar­mæt­ingu.  Hér má sjá skólasóknarreglur skólans.

Mætingaskylda er 80% í öllum áföngum nema annað sé tekið fram.

 Skólareglur

Hér má sjá skólareglur skólans

Tóbaks-, vímuefna- og nikótínvarnir

Stefna Fjölbrautaskólans við Ármúla er að nemendur séu ekki í heilsuspillandi umhverfi meðan á námi þeirra stendur og hefur því verið tekin skýr afstaða til þess að leyfa ekki notkun á tóbaki, vímuefnum eða nikótínvörum af neinu tagi í skólanum, lóð hans eða á viðburðum á vegum skólans.

Umsjónarkennari

Allir nemendur hafa umsjónarkennara sem leiðbeinir þeim, fylgist með námsástundun þeirra, mætingum og árangri.  og oftar á fyrsta árinu ef þurfa þykir. Umsjónakennari boðar nemandann og forráðamenn til viðtals við upphaf skólagöngunnar.  Allir nýnemar hitta svo umsjónakennarann sinn með sínum umsjónarbekk einu sinni í viku í sérstökum umsjónartíma á fyrstu önninni.

Bókalisti/Námsgagnalisti

Nem­endur finna upp­lýs­ingar um bækur og náms­gögn í Innu. Á vefsíðu skólans má sjá nánari upp­lýs­ingar um námsgagnalista.  

Bókabúðin Iðnú býður aðild­ar­skólum um land allt 10% afslátt af öllum vörum í skóla­vöru­versl­un­inni að Braut­ar­holti 8 og í vefverslun.

Einnig minnum við á Skiptibókamarkað FÁ sem er á Facebook en þar er hægt að selja og kaupa notaðar skólabækur.

 

Skóladagatal – viðburðir

Í upphafi annar er gott að kynna sér mikilvægar dag­setn­ingar sem eru í skóladagatali, í Innu og á viðburðardagatali á heimasíðu skólans.

Töflubreytingar

Í upp­hafi annar er gefin út ný stundatafla fyrir önnina. Ef áfangi er ekki í töflu sam­kvæmt vali þá getur nem­andi óskað eftir töflu­breyt­ingu. Töflubreytingar eru ein­göngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga í töflu sam­kvæmt vali. Óskir um töflu­breyt­ingar eru gerðar raf­rænt í Innu.

Úrsögn úr áfanga

Úrsögn úr áfanga skal fara fram í síðasta lagi sirka 3 vikum eftir skólabyrjun. Nem­endur yngri en 18 ára þurfa samþykki forráðamanns fyrir úrsögn úr áfanga. Úrsögn úr áfanga getur verið háð samþykki áfangastjóra. Gott getur verið að ræða við náms- og starfsráðgjafa áður en tekin er ákvörðun um úrsögn.  Úrsögn úr áfanga fer fram í Innu undir Töflubreytingar.

Stokkatafla og áfangar

Kennsla í FÁ er skipulögð í stokkum samkvæmt þar til gerðri stokkatöflu. Hér má sjá stokkatöflu skólans. Hér er listi yfir alla áfanga skólans.

Útskriftarnemendur 

Nem­endur sem hyggjast útskrifast í lok annar þurfa að gefa sig fram við áfangastjóra og skrá sig til útskriftar. Sjá má dag­setn­ingu útskriftar í skóladagatali.

Við hvetjum útskriftarnemendur að skrá sig í LOK áfangann (LOKA2FV03) sem er ætlaður nemendum á þeirri önn sem þeir útskrifast.  

Í áfanganum fræðast nemendur um ýmislegt sem mikilvægt er að hafa þekkingu á við þessi tímamót. Þá má helst nefna kynningar á framhaldsnámi innanlands og erlendis, réttindum og skyldum á vinnumarkaði, fjármálafræðslu, gerð ferilskrár og þekkingu á eigin styrkleikum. Að auki á áfanginn að vera vettvangur fyrir nemendur til þess að kynnast hópnum sem er að útskrifast saman og vinna þau saman að því að undirbúa dimmission við lok annar.

 

 Tölvuþjónusta

Í tölvu- og þjónustuveri er hægt að fá upplýsingar um aðgang að nettengingu við skólann, prentun, skönnun og almenna tölvuþjónustu.

Þjónustuverið er staðsett á fyrstu hæð við hliðina á nemendaráðinu og er opið frá kl. 8:00 - 16:00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga kl. 8:00 - 14:00.

Starfsmenn tölvu- og þjónustuvers eru Árni Þór Ómarsson kerfisstjóri og Hólmfríður Ólafsdóttir netstjóri.

Netfang Þjónustuversins er: thjonustuver@fa.is.

Nemendur geta nýtt sér aðstöðuna í tölvustofum skólans þegar kennsla er ekki í gangi.

Við upphaf annar fá nem­endur tölvu­póst frá tölvuþjónustunni með leiðbein­ingum um hvernig á að tengjast tölvu­kerfi skólans. Nem­endum býðst m.a. aðgangur að Office for­ritum frá Microsoft, þráðlausu neti, prentun og fleira. Einnig má finna ýmis­legt tengt fjar­kennslu og fjar­námi á síðu tölvuþjón­ust­unnar. Nánari upp­lýs­ingar er að finna á vefsíðu tölvuþjón­ust­unnar.

Menntaský

Menntaský er Microsoft Office 365 aðgangur allra framhaldsskóla og háskóla á Íslandi.

Hér eru góðar leiðbeiningar hvernig á að skrá sig inn á Menntaský í fyrsta skiptið.

Microsoft Office 365

Nemendur í dagskóla og fjarnámi geta fengið Microsoft Office 365/Office 2019 hjá skólanum og notað þann tíma sem þeir eru skráðir í skólann. Hér eru leiðbeiningar hvernig á að setja upp Office 365.

Prentun

Nemendur geta prentað verk sín á prentara sem er staðsettur í norðurálmu skólans. Þessi prentari sameinar prentun, ljósritun og skönnun í svart/hvítu og lit. Hér eru leiðbeiningar hvernig tengja á fartölvu við prentarann. Hér eru nánari upplýsingar um prentarann og kostnað við prentun.

Stoðþjónusta

Í skólanum er boðið upp á  öfluga stoðþjónustu sem allir nemendur skólans hafa aðgang að.

Náms- og starfsráðgjafar

Náms- og starfsráðgjar eru trúnaðar- og talsmenn nemenda. Þeir veita ráðgjöf og upplýsingar varðandi nám, námsval og það sem nemendur vilja ræða sem getur haft áhrif á nám þeirra og árangur.

Viðtalstímar eru alla daga vikunnar á starfstíma skólans. Hægt er að panta tíma með því að senda tölvupóst eða koma við á skrifstofum þeirra í N 101 á fyrstu hæð.

Fjórir náms- og starfsráðgjafar eru starfandi við FÁ. Sandra Þóroddsdóttir (sandra@fa.is), Sigrún Fjeldsted (sigrunfjel@fa.is) og Guðlaug Ragnarsdóttir (gudlaug@fa.is). Náms- og starfsráðgjafi fjarnáms er Hrönn Baldursdóttir (hronn@fa.is).

Á heimasíðu náms- og starfsráðgjafa má sjá nánari upplýsingar og einnig mikið af gagnlegu efni.

Sálfræðingur

FÁ býður nem­endum gjald­frjálsa sálfræðiþjónustu sem er opin öllum. Markmið með sálfræðiþjón­ustu skólans er að veita nem­endum ráðgjöf og fræðslu um náms­tækni, kvíða, þung­lyndi, ADHD, bætta mæt­ingu o.fl.

Sálfræðingur FÁ er Bryndís Lóa Jóhannsdóttir og hægt er að hafa samband við hana í gegnum tölvupóst á bryndisloa@fa.is. Sjá nánar hér.

Setrið - aðstoð við heimanám

Í skólanum er boðið er upp á aðstoð við heimanám í Setrinu. Setrið er til staðar í stofu A103 og eru auk kennara eldri nemendur að aðstoða við námið. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa aðstoð.

Setrið er opið allan daginn sem lesstofa en námsaðstoð er veitt í tímunum sem merktir eru sérstaklega. Í aðstoðartímunum eru kennarar og nemendur til aðstoðar. Ekki þarf að panta tíma í námsaðstoð. Bara mæta á staðinn.

Umsjónarmaður Seturs er Kristján Þór Sverrisson (kristjanthor@fa.is)

Hjúkrunarfræðingar

Tveir skólahjúkrunarfræðingar eru starfandi við FÁ.

Skólahjúkrunarfræðingur FÁ er Edda Ýr Þórisdóttir (eddayr@fa.is) er og er til viðtals í V201.

Íris Helgudóttir er hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur fastan viðtalstíma í V201 sem verður auglýstur síðar. Hún veitir ráðgjöf og svarar spurningum um ýmis heilsufarsleg vandamál varðandi.

Sjá nánar hér.

Þjónusta við nemendur á einhverfurófi

Boðið er upp á ráðgjöf og stuðning í námi fyrir nemendur sem eru með greiningu á einhverfurófi.

Það er hægt að sækja um stuðning með því að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa.

Umsjónaraðili nemenda á einhverfurófi er Jóhanna Sturlaugsdóttir.

Þjónusta við nemendur með sértæka námserfiðleika

Kennslustjóri sértækra námserfiðleika leitast við að styðja við nemendur með lestrar- og skriftarörðugleika (lesblindu - dyslexíu) og/eða stærðfræðiröskun (talnablindu - dyscalculía) þannig að þeir geti nýtt hæfileika sína sem best í námi.

Kennslustjóri sértækra námserfiðleika er Regína Unnur Margrétardóttir (regina@fa.is).

Þjónusta við AM nemendur

Deildarstjóri AM nemenda hefur umsjón með nemendum sem eiga annað móðurmál en íslensku. Hann veitir erlendum nemendum ráðgjöf og er í samskiptum við forráðamenn.

Deildarstjóri AM nemenda er Sigrún Eiríksdóttir (sigrune@fa.is).

Forvarnarfulltrúi

Forvarnarfulltrúi er í forsvari fyrir forvarnarmál og heilbrigðan lífsstíl innan skólans. Hann heldur uppi umræðu og fræðslu um heilbrigðan lífsstíl og forvarnir. Forvarnarfulltrúi tekur einnig á málum sem tengjast brotum á tóbaks- og vímuefnareglum skólans.

Forvarnarfulltrúi FÁ er Guðlaug Ragnarsdóttir (gudlaug@fa.is).

 

 

Húsnæði FÁ

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

FÁ er staðsettur við Ármúla 12, 108 Reykjavík. Skólinn er opinn frá 7:30 á morgnana og lokar 17:00 á daginn (15:00 á föstudögum).

Kort af skólanum

Hér má sjá yfirlitskort yfir skólann:

Bílastæðakort

Nemendur geta leigt aðgang að bílastæðum á lóð skólans. Leigugjaldið fyrir önnina er kr. 5.000.-, auk þess þarf að borga kr. 1.500.- fyrir bílastæðakortið sjálft.

Hægt er að sækja um bílastæðakort á hlekk sem er sendur út á alla nemendur skólans í byrjun annar. Takmörkuð pláss eru í boði.

Umsjónarmaður fasteigna

Umsjónarmaður fasteigna er Birgir Sigurðsson og hægt er að hafa samband við hann á netfanginu birgir@fa.is

Óskilamunir

Hægt er að finna óskilamuni í kjallara við stigagang upp á M ganga (hjá Hnetulundi og umsjónarmanni fasteigna).  Einnig berast óskilamunir stundum til skrifstofu.

Geymsluskápar

Á skólanum eru geymslu­skápar til afnota fyrir nem­endur og er sótt um á skrifstofu skólans. Leigugjaldið er 1000 kr fyrir eina önn. Nota skal eigin lás og hægt er að kaupa lás á skrifstofu skólans. Skápa á að tæma og skilja eftir opna í lok hverrar annar. Eftir það verður klippt á lása sem enn eru á skápum og inni­haldi skáp­anna fargað.

Bókasafn

Á bókasafni skólans er hægt að fá margþætta þjónustu, m.a. eru þar tölvur sem nemendur geta notað. Bókasafn skólans er staðsett miðsvæðis á fyrstu hæð skólans.

Bókasafnið er opið mánudaga til fimmudaga frá kl. 8:00-16:00 og föstudaga frá kl. 8:00 -14:00.

Umsjónaraðili bókasafnsins er Þóra Kristín Sigvaldadóttir (thora@fa.is).

Mötuneyti

Mötuneyti er rekið fyrir nemendur og starfsfólk skólans þar sem leitast er við að hafa hollan, góðan og fjölbreyttan mat í boði.

Á morgnana er boðið upp á hafragraut og í hádeginu er í boði heitur matur og er ávallt hægt að velja grænmetis/vegan rétt. Einnig er hægt að kaupa samlokur, salöt, drykki og fleira. Sjá nánar hér.

 

Félagslíf

Í FÁ er starfrækt nemendafélagið; NFFÁ. Félagsmenn eru allir þeir nemendur við skólann sem greiða nemendafélagsgjöld. Nemendafélag skólans vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda.

Nemendafélagið hefur aðstöðu á Steypunni, við hliðina á stiganum niður í matsal.

Við hvetjum alla til að fylgja NFFÁ á instagram.

Félagsmálafulltrúi

Félagsmálafulltrúi er nemendum innan handar við stjórn félgasstarfsins, leiðbeinir nemendum og er tengiliður þeirra við skólayfirvöld.

Félagsmálafulltrúi FÁ er Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir (vigdisfrida@fa.is).

 

Hér má sjá svör við algengum spurningum um skólann.

Spurt og svarað

FÁ á samfélagsmiðlum

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með skólanum á netinu til að missa ekki af neinu skemmtilegu. Við erum dugleg að setja fréttir og myndir inn á samfélagsmiðlana sem sýna frá öllu því skemmtilega sem við erum að gera.

Síðast uppfært: 07. janúar 2025