Magnús Ingvason - nýr skólameistari FÁ

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Magnús Ingvason í embætti skólameistara FÁ til næstu fimm ára.
Skólameistarinn hefur 26 ára kennslu- og stjórnunarreynslu á framhaldsskólastigi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Síðastliðin fimm ár gegndi starfi aðstoðarskólameistara við FB. Einnig hefur hann sinnt starfi skólastjóra sumarskóla FB og starfi kennslustjóra við sama skóla. Magnús hefur líka kennt á grunnskólastigi.
Magnús lauk BA-prófi í fjölmiðlun frá Northern Illinois University í Bandaríkjunum (1989), UF-prófi í kennsluréttindum frá Kennaraháskóla Íslands (1997) og meistaranámi í stjórnsýslufræðum frá Háskóla Íslands (2008). 
Kennarar og starfsfólk FÁ bjóða nýjan skólameistara velkominn til starfa og óska honum velfarnaðar í starfi.