Forvarnarvika, 4.-8.október
Í næstu viku, 4.-8.október verður forvarnarvika í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Boðið verður upp á fjölbreytta og fræðandi fyrirlestra og einnig mun nemendafélagið standa fyrir uppákomum á sal og á samfélagsmiðlum.
Forvarnardagurinn sjálfur er miðvikudaginn 6.október og þá munu Pieta samtökin vera með fræðslu á fyrirlestrarsal kl. 12.05 um sjálfsvíg og sjálfsskaða. Fræðslunni verður streymt í stofur.
Við hvetjum alla til að kíkja á þessa dagskrá og taka þátt.
Dagskrá:
Mánudagur 4.október
12.30 – Matsalur
Kahoot í boði nemendaráðs – veglegir vinningar í boði.
Þriðjudagur 5.október
12.30 – Fyrirlestrarsalur
-Fræðsla frá Heilsulausnum um rafrettur, munntóbak og orkudrykki.
Miðvikudagur 6.október
12.05 – Fyrirlestrarsalur
-Fræðsla frá Pieta samtökunum. Streymt í stofur (2-3 bekkir í sal).
Fimmtudagur 7.október
12.30 – Fyrirlestrarsalur
-Fyrirlestur frá KVAN, Anna Steinsen talar um jákvæðni.
Föstudagur 8.október
12.30 – 13.10 Matsalur
-Pylsupartý í boði skólans og nemendafélagsins.