Hátíðleg útskrift í dag

Í dag var hátíðlegur dagur í FÁ þegar skólinn útskrifaði 94 nemendur og þar af 14 af tveimur brautum. 

Stúdentar af bóknámsbrautum eru 39. Frá nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 6 nemendur.

Af heilbrigðissviði útskrifuðust 36 nemendur; einn sem heilbrigðisritari, tveir sem lyfjatæknar, tveir sem læknaritarar, 8 sem heilsunuddarar, 15 sem sjúkraliðar og loks 9 sem tanntæknar.

Einnig útskrifuðust í dag 8 frábærir nemendur af sérnámsbraut.

Dúx skólans er Símon Tómasson sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut með meðaleinkunnina 8,71.

Íris Björk Árnadóttir sem útskrifaðist af sjúkraliðabraut Heilbrigðisskóla FÁ hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í sérgreinum sjúkraliðabrautar með 9,7 í lokaeinkunn.

Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari fluttu ávörp og fóru yfir liðna önn.

Inga Birna Benediktsdóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftanema og Íris Björk Árnadóttir flutti kveðjuávarp fyrir hönd útskriftarnema Heilbrigðisskólans.

Elvar Jónsson, aðstoðarskólameistari FB flutti ávarp fyrir hönd 25 ára stúdenta.

Tveir farsælir starfsmenn skólans til margra ára voru kvaddir en það eru þær Steinunn H. Hafstað, fjarnámsstjóri og Ágústa Harðardóttir, dönskukennari.

Tónlistarflutningur við athöfnina var í höndum Önnu Zhu Ragnarsdóttur, nemanda við FÁ en hún flutti lagið Nocturne op.9 No. 2 eftir Chopin. 

Lauk síðan athöfninni með hátíðlegum samsöng allra viðstaddra á laginu Vikivaki við undirleik Önnu Zhu.

Við óskum útskriftarnemum til hamingju með áfangann og óskum þeim bjartrar framtíðar.

Fleiri myndir má sjá á facebook síðu skólans hér .

Útskrift FÁ 25.maí

Útskrift Fjölbrautaskólans við Ármúla á vorönn 2022 mun fara fram í hátíðarsal skólans, miðvikudaginn 25.maí kl. 13.00.

Æfing fyrir útskrift verður þriðjudaginn 24.maí kl. 16.00

Annarlok - mikilvægar dagsetningar

Senn líður að annarlokum og viljum við því minna ykkur á nokkur mikilvæg atriði.

17.maí - Síðasti kennsludagur en nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.

20.maí – Einkunnir birtast í Innu. Viðtöl vegna námsmats kl. 12:00 – 13:00.

23.maí– Upptökupróf fyrir útskriftarefni kl. 9:00.

24.maí - Æfing fyrir útskrift kl. 16:00

25.maí – Útskrift í hátíðarsal skólans kl. 13:00.

Nám á næstu önn - Allir nemendur sem halda áfram námi á næstu önn eiga að vera búnir að velja. Greiðsluseðlar verða sendir út eftir útskrift.

Gangi ykkur sem allra best á lokasprettinum.

Hönnun lóðar kynnt

 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kíkti í heimsókn í skólann á miðvikudaginn síðasta. Markmið heimsóknarinnar var að kynna fyrir honum hugmyndir nemenda í áfanganum Hönnun lóðar FÁ.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla stendur á stórri og fallegri lóð sem býður upp á mikla möguleika. Því var ákveðið að bjóða upp á valáfanga á vorönn þar sem nemendur myndu hanna tillögu að skipulagi lóðarinnar. Markmiðið er síðan að hagnýta útkomu áfangans við endurbætur á skólalóðinni.

Margar skemmtilegar hugmyndir komu fram og eru þær til sýnis á Steypunni í FÁ.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.