Nýnemadagurinn 2019
Okkar yngstu og nýjustu nemendur voru formlega boðnir velkomnir í skólann í dag. Svarta liðið bar sigur úr býtum í þrautakeppni á milli nýnemabekkja og vann sér inn bikar og bíómiða. Pylsur voru grillaðar í dásamlega veðrinu, undir tónum Bjarna töframanns, og nýnemar svo loks ferjaðir út í Viðey í leiki, pizzu og köku.