Hrekkjavökuteiti
Nemendaráð FÁ fagnaði allraheilagsmessu með pylsu- og nammiveislu, hryllingshúsi, spákonu, töframanni, búningasamkeppni og tónlist.
Nemendaráð FÁ fagnaði allraheilagsmessu með pylsu- og nammiveislu, hryllingshúsi, spákonu, töframanni, búningasamkeppni og tónlist.
Femínistafélag og Hinseginfélag FÁ taka sig saman og bjóða samnemendum, foreldrum og starfsfólki upp á fræðsluhádegi í næstu viku.
Mánudaginn 4. nóvember mæta þau Andrea Marel og Kári Sigurðsson sem fyrirlesturinn "Fokk me-Fokk you". Hann snýst um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Á þriðjudag koma svo Sólborg Guðbrandsdóttir og Þorsteinn Einarsson með fyrirlesturinn "Karlmennskan og Fávitar" sem fjallar um mörk, samskipti og karlmennskuímyndir. Loks mætir fræðslustýra Samtakanna ´78, Sólveig Rós, og talar um hvað er að vera trans.
Öll velkomin!
Í dag hefst haustfrí skólans en lokað verður bæði á morgun og mánudaginn. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 29. október - sjáumst þá úthvíld og hress!
Nemendur FÁ láta sig aldrei vanta á fyrirlestra um umhverfismál, en mæting fór langt umfram sætaframboð þegar rithöfundurinn og náttúruverndarsinninn Andri Snær Magnason heimsótti skólann í dag. Framtíðin verður björt með þessi meðvituðu ungmenni í fararbroddi.
Það var mikið stuð í dagsferð Alþjóðaráðs FÁ á dögunum en ráðið og viðburðir á vegum þess eru fyrir alla nemendur með áhuga á fjölmenningu og ferðalögum um íslenska náttúru. Upplagt að kíkja með í næsta ferðalag og eignast vini af alls kyns uppruna.
Val fyrir næstu önn hefur nú opnast nemendum og er opið út 4. nóvember. Best er að ljúka valinu sem fyrst en hér má finna leiðbeiningar: https://www.fa.is/namid/val/
Umsjónarkennarar og námsráðgjafar eru til aðstoðar ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við valið.