Fjarnám á vorönn 2024

 

Innritun í fjarnám á vorönn 2024 hefst 2. janúar og stendur til 24. janúar. Önnin hefst síðan 26. janúar og þann sama dag verða aðgangsorð send út.

Nánari upplýsingar um fjarnámið má sjá hér.

Fjölbreytt úrval kjarna- og valáfanga er í boði á vorönninni og hvetjum við alla til að kynna sér námsframboðið hér.

Skráning fer fram hér.


 

Opnunartími skrifstofu yfir hátíðarnar

 

Opnunartími skrifstofu FÁ yfir hátíðarnar:

18. - 21. desember kl. 9:00 til 13:00.

22. - 26. desember - lokað.

27. - 28. desember kl. 9:00 - 13:00.

29. desember - 1. janúar - lokað.

2. janúar kl. 10:00 - 15.00.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá 4. janúar.

 

Útskrift haustannar 2023

Í dag var hátíð í FÁ þegar skólinn útskrifaði 75 nemendur af 12 brautum og þar af 7 af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en brautskráning fór fram í hátíðarsal skólans.

54 nemendur útskrifuðust sem stúdentar og frá nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 3 nemendur. 8 útskrifuðust af félagsfræðibraut, 3 af íþrótta og heilbrigðisbraut og 7 af náttúrufræðibraut. Af opinni braut útskrifuðust 25, 2 af viðskipta- og hagfræðibraut og loks 10 með viðbótarnám til stúdentsprófs.

Af heilbrigðissviði útskrifuðust 24 nemendur, 1 útskrifast af heilbrigðisritarabraut, 2 af lyfjatæknabraut, 8 af heilsunuddbraut, 8 af sjúkraliðabraut og loks 5 af þjónustutæknabraut.

Lesa meira.

Útskrift FÁ 16. desember

Útskrift Fjölbrautaskólans við Ármúla á haustönn 2023 fer fram í hátíðarsal skólans, laugardaginn 16. desember. Athöfnin hefst stundvíslega kl. 13:00 og eru nemendur beðnir að mæta minnst hálftíma áður en athöfn hefst, eða kl. 12:30. Æfing fyrir útskriftina verður föstudaginn 15. desember kl. 16:30.

FÁ í Minecraft

Nokkrir nemendur í áfanganum Tölvuleikir og leikjatölvur (TÖLE2SE05) endurbyggðu FÁ í tölvuleiknum Minecraft. Það var þeirra lokaverkefni í áfanganum. Hér er hægt að sjá myndband þar sem gengið er um skólann og nokkrar kennslustofur: FÁ í Minecraft

Lokaverkefni í leikjahönnun

 

Í FÁ er hægt að velja spennandi áfanga tölvuleikjahönnun, TÖHÖ2LH05. Í þeim áfanga gerðu nemendur lokaverkefni og fengu þeir frjálsar hendur til að þróa sína eigin leikjahugmynd og búa til einfalda frummynd út frá þeirri hugmynd. 

Hægt er að sjá prófa frummyndirnar hér og sjá sýnishorn úr leikjunum hér.

Annarlok - mikilvægar dagsetningar

 

Senn líður að ann­ar­lokum og viljum við því minna ykkur á nokkur mik­ilvæg atriði.

Síðasti kennslu­dagur er 8. des­ember en nánari upp­lýs­ingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.

11. desember - Sjúkrapróf

13. desember - Einkunnir birtast í Innu.

13.desember - Prófsýning kl. 12:00 – 13:00.

14. desember - Upptökupróf fyrir útskriftarefni kl. 9:00 - 11:00.

15. desember - Æfing fyrir útskrift kl. 16:30

16. desember - Útskrift kl. 13:00