Árdags í ljóma

Í dag, miðvikudag renna upp Árdagar. Árdagar eiga sér langa sögu í FÁ en þá daga gera menn sér dagamun og brjóta upp hversdaginn og takast á við önnur verkefni en þann venjulega og bráðnauðsynlega lærdóm sem þeir gleypa alla daga...(lesa meir)

Leikhópur FÁ kominn á fullt

Þessa dagana æfir leikhópur skólans af krafti fyrir árlega sýningu. Verkið í ár heitir Ótemjan og byggir á myndinni  "Ten Things I Hate About You“ frá 1999 sem sækir efnið í „Skassið tamið“ eftir W. Shakespeare.

Árdagar - niðurtalning hafin

Nú er ekki nema vika í Árdaga - niðurtalningin hafin, spennan eykst með hverjum degi. Sjö dagar í Árdagana og undirbúningur í fullum gangi en nemendur í LOK-hóp hafa mestan veg og vanda að undirbúningi daganna. Árdagarnir verða með sama sniði og í fyrra...

Radíó FÁ

Dagana 21.-28. febrúar verður ÚTVARPAÐ frá FÁ frá níu á morgnana til níu á kvöldin á FM106,1. Dagskráin er ekki komin á fast en ef einhverjir vilja nýta sér þetta í kennslu eða til þess að predika sínar skoðanir til fjöldans...

Emma og Mathis frá Marseilles

Þau heita Emma og Mathis, tveir nemendur frá Marseilles, Frakklandi sem eru búin að vera tvær vikur á Sérnámsbrautinni til aðstoðar og lærdóms. Nú eiga þau bara eina viku eftir á Sérnámsbrautinni og það verður missir af þeim þegar þau halda heim....

Kvikmyndahátíðin um helgina

Dagana 11. og 12. febrúar verður þriðja Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna á fullu blússi í Bíó Paradís.  Hátíðin hefst klukkan 13 í dag, laugardag, og það verða margar áhugaverðar myndir á tjaldinu. (sjá meira).  

Ást og friður í Setrinu

Aðsókn að Setrinu hefur aukist jafnt og þétt það sem af er önninni, þar koma oftast átta til tíu nemendur á dag til þess að sinna náminu. Setrið er öruggur staður til að vera á og þar er líka hægt að hitta skemmtilegt fólk...

Díll á díl ofan

Sumir eru svo óhittnir að þeir hitta ekki kú þótt þeir haldi í halann á henni. Þannig virðist líka um marga sem þurfa að losa sig við tuggugúmmí, þeim er fyrirmunað að hitta í ruslastampinn þótt færið sé innan við hálfur metri...

Á skautum skemmtum vér oss

Það var líf og fjör í Skautahöllinni þegar nemendur og starfsmenn FÁ brugðu undir sig járnum og renndu sér skriðu á sleipu svellinu. Allir skemmtu sér konunglega; táp og fjör og frískir nemendur finnast í FÁ. Fleiri myndir hér