Hugsaðu þér draum
Félag enskukennara efnir til smásögukeppni og er þemað DREAMS (draumar) - Hver skóli má aðeins skila þremur sögum svo að samkeppnin er hörð, nemendur FÁ eiga eflaust létt með að skrifa sögu um drauma sína?
Skilafrestur er til og með 5. desember. Smásögurnar skal senda á enskukennarar@gmail.com. (14 – 16 punkta letur í pdf skjali merkt þátttakanda). Þeir sem hafa áhuga á því að spreyta sig í sagnagerð, geta ráðfært sig við enskukennara sinn ef einhverjar spurningar vakna. Munum að draumar eru nauðsynlegur þáttur lífins enda "er allt sem við sjáum eða skynjun aðeins draumur innan draums" eins og smásagnameistarinn Edgar Allan Poe sagði.