Vorútskrift Fjölbrautaskólans við Ármúla
Laugardaginn 27. maí fór fram vorútskrift Fjölbrautaskólans við Ármúla og var það fríður flokkur sem nú lauk námi sínu í hinum ýmsu greinum. Brautskráðir voru 116 nemendur af 13 námsbrautum, þar af 10 nemendur af tveimur námsbrautum. Dúx skólans af bóknámsbrautum var Hilmar Snorri Rögnvaldsson nýstúdent af náttúrufræðibraut. Hann fékk jafnframt viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur í raungreinum og þýsku. Í heilbrigðisskólanum fékk Þrúður Arna Briem Svavarsdóttir viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur en hún var dúx útskriftarnemenda í heilbrigðisgreinum (meira...)