14.12.2024
Í dag var hátíð í FÁ þegar skólinn útskrifaði 72 nemendur og þar af 7 af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en útskriftin fór fram í hátíðarsal skólans.
59 nemendur útskrifuðust sem stúdentar og frá nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 4 nemendur. 12 útskrifuðust af félagsfræðibraut, 1 af íþrótta og heilbrigðisbraut og 6 af náttúrufræðibraut. Af opinni braut útskrifuðust 25 og loks 15 með viðbótarnám til stúdentsprófs.
Af heilbrigðissviði útskrifuðust 16 nemendur, 1 útskrifast af heilbrigðisritarabraut, 1 af lyfjatæknabraut, 5 af heilsunuddbraut og loks 9 af sjúkraliðabraut.
12.12.2024
Nemendur í Leikjahönnun (TÖHÖ2LH05) þróuðu sína eigin leikjahugmyndir og bjuggu til frumgerðir út frá þeim. Útkoman var skemmtilega fjölbreytt, þar má meðal annars nefna zombíleik sem gerist á Íslandi, kósíleik þar sem markmiðið er að finna týnda ketti og geimskotleik sem endar með bardaga við vígalegan endakall.
10.12.2024
Nemendur á sérnámsbraut eru komnir í jólafrí eins og aðrir nemendur FÁ. Þar er jólaandinn búin að svífa yfir undanfarið. Þau eru búin að skreyta piparkökur, fara í bingó og svo var jólagleði síðasta dag fyrir jólafrí þar sem jólasveinninn kíkti í heimsókn við mikið fögnuð viðstaddra.
02.12.2024
Litlu jól framhaldsskólanna fóru fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fimmtudaginn 28. nóvember en viðburðurinn var haldinn af FÁ, Tækniskólanum og MS. Fjölmargir framhaldsskólanemar mættu á Litlu jólin og sló loftslagsvæna kakóið algjörlega í gegn hjá nemendum. Tilgangur viðburðarins var að fræða nemendur um loftslagsmál með skemmtilegum hætti. Hringrásarhagkerfið var allsráðandi á viðburðinum og hver einasta smiðja úthugsuð frá umhverfissjónarmiði. Viðburðurinn gekk afskaplega vel og söfnuðust 37 þúsund krónur til styrktar Barnaheilla.