Heilsudagar FÁ 2.-15.febrúar
2.-15.febrúar fara fram heilsudagar í FÁ samhliða Lífshlaupinu. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ og er markmið þess að hvetja sem flesta til að hreyfa sig meira.
FÁ hefur gengið vel í Lífshlaupinu undanfarin ár og hefur sigrað sinn flokk, framhaldsskólar með 400-999 nemendur.
Nemendur eru hvattir til að skrá sig og auka við hreyfingu í sínu daglega lífi.
Dagskrá heilsudaga:
-
Daglegir heilsumolar verða á samfélagsmiðlum skólans á meðan átakinu stendur. Fylgist með á instagramsíðu skólans.
-
Veglegir heilsuvinningar verða dregnir út á meðal þátttakenda.
-
Beggi Ólafs kemur og verður með fyrirlesturinn; Betri í dag en í gær, þriðjudaginn 8.febrúar kl. 11.30. Fyrirlestrinum verður streymt í stofur.
-
Skautaferð fyrir nemendur verður mánudaginn 14.febrúar. Fyrri hópur fer kl. 11:30 – 12:10 og seinni hópurinn kl. 12:15 – 12:55.
Skráning í Lífshlaupið:
Veldu valkostinn Mínar síður og Nýskráningu til að skrá þig í fyrsta skipti.
Veldu Liðin mín og Ganga í lið.
Veldu Framhaldsskólakeppni, Fjölbrautaskólann við Ármúla og svo liðið okkar, Ármúlinn - nemendur, eða stofna nýtt lið :)
Núna ertu tilbúinn til að skrá ferðir þínar.
Skrá má alla miðlungs erfiða eða erfiða hreyfingu sem stunduð er utan vinnutíma. Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 30 mínútur sem skipta má upp í nokkur skipti yfir daginn, t.d. 10 - 15 mínútur í senn. Mikilvægt að allir skrái sína hreyfingu svo skólinn safni sem flestum stigum.
Nú er einnig hægt að ná í Lífshlaups-appið, sem einfaldar skráningar á hreyfingu á meðan Lífshlaupið stendur yfir. Þar er einnig hægt að færa inn hreyfingu úr Strava. Hér kemur linkurinn: