Heilsudagar FÁ 2.-15.febrúar

 2.-15.febrúar fara fram heilsudagar í FÁ samhliða Lífshlaupinu. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ og er markmið þess að hvetja sem flesta til að hreyfa sig meira.

FÁ hefur gengið vel í Lífshlaupinu undanfarin ár og hefur sigrað sinn flokk, framhaldsskólar með 400-999 nemendur.

Nemendur eru hvattir til að skrá sig og auka við hreyfingu í sínu daglega lífi.

Dagskrá heilsudaga:

  • Daglegir heilsumolar verða á samfélagsmiðlum skólans á meðan átakinu stendur.  Fylgist með á instagramsíðu skólans.

  • Veglegir heilsuvinningar verða dregnir út á meðal þátttakenda.

  • Beggi Ólafs kemur og verður með fyrirlesturinn; Betri í dag en í gær, þriðjudaginn 8.febrúar kl. 11.30. Fyrirlestrinum verður streymt í stofur.

  • Skautaferð fyrir nemendur verður mánudaginn 14.febrúar. Fyrri hópur fer kl. 11:30 – 12:10 og seinni hópurinn kl. 12:15 – 12:55.

Skráning í Lífshlaupið:

https://lifshlaupid.is/

Veldu valkostinn Mínar síður og Nýskráningu til að skrá þig í fyrsta skipti.

Veldu Liðin mín og Ganga í lið.

Veldu Framhaldsskólakeppni, Fjölbrautaskólann við Ármúla og svo liðið okkar, Ármúlinn - nemendur, eða stofna nýtt lið :)

Núna ertu tilbúinn til að skrá ferðir þínar.

Skrá má alla miðlungs erfiða eða erfiða hreyfingu sem stunduð er utan vinnutíma. Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 30 mínútur sem skipta má upp í nokkur skipti yfir daginn, t.d. 10 - 15 mínútur í senn. Mikilvægt að allir skrái sína hreyfingu svo skólinn safni sem flestum stigum.

Nú er einnig hægt að ná í Lífshlaups-appið, sem einfaldar skráningar á hreyfingu á meðan Lífshlaupið stendur yfir. Þar er einnig hægt að færa inn hreyfingu úr Strava. Hér kemur linkurinn:

https://lifshlaupid.is/lifshlaupid/frettir/frett/2022/01/07/Lifshlaupsapp-sem-einfaldar-skraningar-a-hreyfingu

Önnur umferð í Gettu betur

Gettu betur lið FÁ lagði lið Menntaskólans á Ásbrú í síðustu viku, 22-16.  Önnur umferð fer fram í þessari viku og mætir lið FÁ liði Verslunarskóla Íslands á morgun, miðvikudaginn 19.janúar kl. 19.30.  Við sendum baráttukveðju til Anítu, Péturs og Þráins.

Hægt er að hlusta á útsendinguna hér .

Umsóknarfrestur í fjarnám framlengdur

Umsóknarfrestur í fjarnám í FÁ hefur verið framlengdur til 20.janúar..

Alls eru hátt í 90 áfangar í boði á vorönn 2022 og hvetjum við alla til að kynna sér námsframboðið hér.

Fyrsta umferð í Gettu betur

 

Í kvöld, þriðjudaginn 11.janúar, fer fram fyrsta umferð spurningakeppninnar Gettu betur. FÁ mætir Menntaskólanum á Ásbrú kl. 19.00. Í liði FÁ eru þau Aníta Harðardóttir, Pétur Bjarni Sigurðsson og Þráinn Ásbjarnarson.

Hlusta má á útsendinguna hér

Við óskum þeim góðs gengis ! Áfram FÁ !

 

 

Skráning í fjarnám

 

Innritun í fjarnám við FÁ er hafin og stendur til 18.janúar. Önnin hefst svo 25.janúar.

Alls eru 88 áfangar í boði á vorönn 2022 og hvetjum við alla til að kynna sér námsframboðið hér

Hægt er að skrá sig í fjarnám við FÁ hér

 

Skólahald eftir jólafrí

Gleðilegt nýtt ár !

Á fundi með menntamálaráðherra fyrir áramót kom fram að framhaldsskólum er ætlað að hefja skólastarf með eðlilegum hætti á vorönn og allt nám í staðnámi. 

Samkvæmt skóladagatali FÁ átti kennsla að hefjast miðvikudaginn 5. janúar 2022, en við höfum hins vegar ákveðið í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu að breyta skóladagatalinu og færa fyrsta kennsludag til mánudagsins 10. janúar. Kennsla hefst þá samkvæmt stundaskrá.

Stundaskrár nemenda opnast nk. mánudag, 3. janúar og í kjölfarið hefjast töflubreytingar. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur komi í hús vegna töflubreytinga að þessu sinni; þær verða eingöngu rafrænar á netfanginu toflubreytingar@fa.is.

Strangar sóttvarnarreglur verða í gildi eins lengi og þurfa þykir; stíf grímuskylda og a.m.k. 1 metri á milli fólks. Nemendur sem ekki virða grímuskyldu verður vísað úr skólanum þann daginn.

Að öðru leyti hlökkum við til að sjá ykkur á nýrri önn með von um að hún verði kraftmikil og góð.

Magnús Ingvason, skólameistari FÁ