FÁ komið í 8 liða úrslit í Gettu betur

 

FÁ tryggði sér í gær sæti í 8 liða úrslitum í Gettu betur þegar það vann Kvennó í hörkuspennandi keppni, 22-21. Kvennó leiddi keppnina eftir hraðaspurningar 15 - 10 og fyrir lokaspurninguna var staðan 21-20 fyrir Kvennó. FÁ náði svo sigrinum með því að svara lokaspurningunni rétt og hlaut tvö stig fyrir það.

FÁ mætir því Verkmenntaskóla Austurlands í 8 liða úrslitum sem fara fram í sjónvarpssal þann 3.febrúar.

Til hamingju Iðunn, Jóhanna og Þráinn.

 

Önnur umferð í Gettu betur

 

Gettu betur lið FÁ lagði lið Verkemenntaskóla Austurlands í síðustu viku, 25-21. Önnur umferð fer fram í þessari viku og mætir lið FÁ liði Kvennaskólans á morgun, miðvikudaginn 18.janúar kl. 21.10.

Við sendum baráttukveðju til Iðunnar, Jóhönnu og Þráins.

Hægt er að hlusta á keppnina í beinni á Rás tvö.

 

Fyrsta umferð í Gettu betur

Í kvöld, mánudaginn 9.janúar, fer fram fyrsta umferð spurningakeppninnar Gettu betur. FÁ mætir liði Verkmenntaskóla Austurlands kl 19.40. Í liði FÁ eru þau Iðunn Úlfsdóttir, Jóhanna Andrea Magnúsdóttir og Þráinn Ásbjarnarson.

Hlusta má á útsendinguna í beinu streymi á www.ruv.is.

Við óskum þeim góðs gengis.

Áfram FÁ.

 

 

 

Gettu betur

 

Gettu betur lið Fjölbrautaskólans við Ármúla er á fullu að æfa fyrir komandi keppni sem hefst í næstu viku. Í Gettu betur liði FÁ þetta árið eru þau Iðunn Úlfsdóttir, Jóhanna Andrea Magnúsdóttir og Þráinn Ásbjarnarson sem hefur verið í liðinu undanfarin þrjú ár. Varamaður er Ívar Darri Jóhannsson. Þjálfarar liðsins þetta árið eru reynsluboltarnir þeir Eiríkur Kúld Viktorsson og Guðmundur Kristinn Þorsteinsson.

Undanfarin ár hefur FÁ verið í mikilli sókn í Gettu betur og náði skólinn t.d. í undanúrslit árið 2020 og í 8 liða úrslit árið 2021. FÁ mætir Verkmenntaskóla Austurlands í fyrstu umferð keppninnar sem fer fram 9.janúar.

Við óskum þeim góðs gengis í undirbúningnum og keppninni. Áfram FÁ!!

 

Upphaf vorannar 2023

Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu að morgni 4. janúar fyrir þá sem greitt hafa skólagjöldin.

Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflum 5. janúar.

4. og 5. janúar er tekið er á móti beiðnum um töflubreytingar. Beiðnir skulu sendar á netfangið toflubreytingar@fa.is