Árdagur og söngkeppni framundan

 

Á fimmtudaginn, 2.mars verður Árdagur haldinn í FÁ. Árdagur er árlegur þemadagur þar sem skóladagurinn er brotinn upp og í stað hefðbundinnar kennslu skemmta nemendur og starfsfólk sér saman.

Nemendur skrá sig í hópa og leysa þrautir sem starfsfólk eru búið að undirbúa. Í hádeginu er svo tónlistar- og söngkeppni FÁ og síðan verður pizzuveisla í boði fyrir nemendur.

Lesa meira.

 

Námsmatsdagur 24.febrúar

Föstudaginn 24.febrúar er námsmatsdagur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin formleg starfsemi verður í skólanum þennan dag og verður skrifstofa skólans jafnframt lokuð.

FÁ er fyrirmyndarstofnun

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla hlaut nú á dögunum viðurkenningu í könnun Sameykis um stofnun ársins 2022. FÁ er fyrirmyndarstofnun og var í þriðja sæti í flokka stórra stofnana með 90 starfsmenn eða fleiri.

Magnús Ingvason skólameistari veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn hjá Sameyki þann 16.febrúar.  

Lesa meira

 

Forseti hæstaréttar tók á móti nemendum í viðskiptalögfræði

Nemendur í viðskiptalögfræði í FÁ fóru í heimsókn í Hæstarétt Íslands og kynntu sér sögu og starfsemi réttarins. Benedikt Bogason, forseti hæstaréttar, tók á móti hópnum og fór yfir dómskerfið og meðferð dómsmála með nemendum. Hann útskýrði vel fyrir nemendum þær breytingar sem urðu á starfsemi hæstaréttar þegar Landsdómur tók til starfa árið 2018. 

Lesa meira

Afhending Grænfánans í 9.skiptið

 

Í gær tók Fjölbrautaskólinn við Ármúla við Grænfánanum í níunda skiptið. Erum við mjög stolt hér í skólanum en FÁ er sá framhaldsskóli sem hefur oftast fengið Grænfánann.

Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Grænfáninn sjálfur er viðurkenning eða verðlaun til skóla sem vinna að sjálfbærnimenntun á einhvern hátt. Hver skóli vinnur eftir skrefunum sjö, setur sér markmið og virkir nemendur.

Sigurlaug Arnardóttir frá Landvernd mætti í skólann og afhenti Magnúsi skólameistara og Öldu Ricart formanni umhverfisnefndar fánann úti í fallegu vetrarveðri. Eftir að fáninn var dreginn að húni bauð nemendafélag skólans öllum upp á ís frá Skúbb.

 

Vel heppnuð skautaferð

 

 

Það var líf og fjör í Skautahöllinni í dag þegar nemendur FÁ skelltu sér á skauta en sú góða hefð hefur skapast í skólanum að fara á skauta einu sinni á skólaári við góðar undirtektir nemenda.

Um 160  nemendur mættu á skauta í dag og er það metþátttaka. Allir skemmtu sér vel, enginn slasaðist og fengu nemendur svo samloku frá Lemon og Svala í boði Nemó.

Hér má sjá fleiri myndir frá skautaferðinni.

 

Heilsudagar

 

Mánudaginn 6.febrúar hefjum við Heilsudaga í FÁ sem eru haldnir samhliða Lífshlaupinu; landskeppni í hreyfingu. Heilsudagarnir standa yfir í 5 daga en Lífshlaupið er frá 1.febrúar til 14.febrúar.

Ýmislegt skemmtilegt er í boði þessa viku og hér má sjá dagskrána:

Lesa meira:

 

 

Seinkun á kennslu vegna veðurs

Kæru nemendurÞað er appelsínugul veðurviðvörun í fyrramálið, 7. febrúar. Við höfum því ákveðið að fella niður kennslu fyrstu tvo tímana og hefst því kennsla kl. 10:40. 

Dear studentsDue to bad weather forecast for tomorrow morning, Tuesday we have decided that school doesn´t start until 10:40. 

FÁ úr leik í Gettu betur

 

Lið FÁ í Gettu betur er því miður úr leik í Gettu betur keppninni í ár er það hlaut í lægra haldi gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í beinni útsendingu í sjónvarpssal RÚV í gærkvöldi.

Eftir æsispennandi hraðaspurningar var staðan jöfn 11-11 og þá tóku við staðreyndavilluspurning og tólf bjölluspurningar. VA komst á gott ról í bjölluspurningunum og náði ágætis forystu. Lið FÁ var hins vegar ekki tilbúið að láta deigan síga. Eftir seinni vísbendingaspurninguna munaði því aðeins þremur stigum, staðan var 26-23 VA í vil, og þrjú stig eftir í pottinum í þríþrautinni. Þar náði FÁ ekki að svara rétt en VA gerði það hins vegar, fékk þrjú stig, og tryggði sér sigur 29-23.

Svo skemmtilega vill til að liðin tvö, VA og FÁ, mættust einnig í fyrstu umferð keppninnar. Sú viðureign var einnig æsispennandi en þar hafði FÁ betur, 25-21. VA fór hins vegar áfram í aðra umferð sem stigahæsta tapliðið og tryggði sig svo í 8-liða úrslit þar sem liðið dróst aftur gegn FÁ.

Lið FÁ skipuðu þau Iðunn Úlfsdóttir, Jóhanna Andrea Magnúsdóttir og Þráinn Ásbjarnarson. Varamaður var Ívar Darri Jóhannsson.

Þjálfarar liðsins í ár voru þeir Eiríkur Kúld Viktorsson og Guðmundur Kristinn Þorsteinsson, báðir reynsluboltar úr Gettu betur.

Skólarnir mættu með skemmtiatriði sem voru sýnd í útsendingunni. FÁ kom með hljómsveit skipaða nemendum sem sitja í tónlistaráfanga skólans. Þau fluttu lag David Bowie, Man Who Sold the World og gerðu það snilldar vel. Þorbjörn Helgason söng, Askur Ari Davíðsson spilaði á hljómborð, Brynjar Karl Birgisson spilaði á Bassa, Darri Ibsen á guiro, Ísak Harry Hólm og Rafael Róbert Ásgeirsson á kassagítar. Vael Abou Ebid spilaði svo á slagverk.

Hér má sjá upptöku af atriðinu.

RÚV gerði kynningarmyndband um keppendur sem má sjá hér.

Við hér í FÁ erum ákaflega stolt af liðinu okkar í ár, frábær liðsheild og flottur árangur.

 

FÁ keppir í 8 liða úrslitum í kvöld

Stór dagur í dag !! 

 Allir að stilla á RÚV kl. 20:00 í kvöld en þá keppir FÁ í 8 liða úrslitum í Gettu betur við Verkmenntaskóla Austurlands í beinni útsendingu. Við sendum baráttukveðju til Iðunnar, Jóhönnu Andreu og Þráins og segum: Áfram FÁ!!