FÁ sigrar nýsköpunarhraðalinn MEMA 2023
Fjölbrautaskólinn við Ármúla sigraði MEMA 2023, nýsköpunarhraðall framhaldsskólanna, á árlegri verðlaunahátíð hraðalsins sem haldin var í Háskóla Íslands föstudaginn, 24. nóvember.
Það var teymið “Six Flips” sem sigruðu en þau uppgötvuðu það að uggar og sporðar væru alla jafna fargað í veiðum og framleiðslu. Þetta efni vildu þau nýta.
Hugmyndin gengur út á að nýta ugga og sporða á fiskum sem er alla jafna fargað á veiðum og við framleiðslu á fiskafurðum. Eftir mikið tilraunastarf og náðu þau að þróa snakk úr uggunum sem er mjög næringarríkt en samt bragðgott. Snakkið er sérstaklega hugsað fyrir ungt fólk með ADHD eða á einhverfurófi sem sem forðast oft fisk vegna áferðarinnar. Þetta prófuðu þau sérstaklega meðal samnemanda og rann fiskurinn ljúflega niður hjá hópnum. Varan er næringarrík og bætir því næringar inntöku þessa hóps. Þetta er því mjög mikilvæg lausn þar sem hún dregur úr brottkasti á hafi, matarsóun og eykur fjölbreytni í fæðu hjá ungu fólki.