Velkomin aftur
Nú er löngu páskafríi lokið og skólastarf hefst að nýju. Það er um að gera að nota þá fáu daga sem eftir eru til þess að undirbúa sig fyrir prófin sem hefjast þegar þann 13. maí, en síðasti kennsludagur er þann 10. Það eru því ekki margir dagar framundan til þess að reka smiðshöggið á önnina. Um að gera að nota þá daga vel. Á föstudaginn kemur verður dimission, einn árgangur að kveðja en nýr kemur í hans stað. Þannig er hringrás daganna, þeir koma og fara með ógnarhraða eins og borðtenniskúla í hörkuleik.