Nýnemaferð á Akranes

Nýnemaferð Fjölbrautaskólans við Ármúla var farin í gær, miðvikudaginn 31. ágúst. Frábær ferð í alla staði sem Nemendafélag skólans og félagsmálafulltrúi skipulögðu. Farið var með rúmlega 200 nýnema upp á Akranes þar sem við áttum góða stund í Garðalundi, skógræktarsvæði Akraness, en þar er frábær aðstaða til útiveru og leikja. Þar tóku á móti okkur vanir menn sem sáu um leiki og hópefli fyrir þennan stóra og flotta hóp. Síðan voru grillaðar pylsur, nemendur fengu gos og Prins póló og léku sér svo í allskyns leikjum og spjölluðu saman. Dagskráin endaði síðan á skemmtilegum hópdansi.

Frábær hópur nýnema þetta árið sem voru til fyrirmyndar í ferðinni og hlökkum við til að kynnast þeim betur í vetur.

Á Facebook síðu skólans má svo sjá fullt af myndum úr ferðinni.

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema í Fjölbrautaskólanum við Ármúla verður haldinn þriðjudaginn 29.ágúst kl. 17.00. Á fundinum verður farið yfir starfsemi skólans, þeirri þjónustu sem er í boði, námsvefjunum Innu og Moodle, félagslífi og fleiru. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal skólans, en þeir sem kjósa að fá kynningu á ensku mæta í stofu A-101. Áætlað er að fundurinn taki u.þ.b. 80 mínútur.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

English below.

Read more:

Skráning í fjarnám stendur yfir

Innritun í fjarnám við FÁ er í fullum gangi og stendur til 3. september. Önnin hefst síðan 6.september og þann sama dag verða aðgangsorð send út.

Lokaprófin eru 27. nóvember – 11.desember og próftaflan verður birt 11. október.

Nánari upplýsingar um fjarnámið má sjá hér .

Fjölbreytt úrval kjarna- og valáfanga er í boði á haustönninni og hvetjum við alla til að kynna sér námsframboðið hér.

Skráning hér.

Stöðupróf í tungumálum

Nú í skólabyrjun gefst nemendum skólans kostur á að taka stöðupróf í eftirtöldum tungumálum: dönsku, ensku, spænsku og þýsku.

Prófin verða haldin fimmtudaginn 24. ágúst kl. 16:00 í stofu M201. Skráning á skrifstofunni. Verð 13.500 kr.


Stöðupróf í norsku og sænsku

Menntaskólinn við Hamrahlíð býður upp á stöðupróf í norsku og sænsku mánudaginn 28. ágúst kl. 16.30.
Stöðuprófin eru fyrir einstaklinga sem hafa lokið yfirferð á námsefni á framhaldsskólastigi í norsku í Noregi eða sænsku í Svíþjóð.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu MH þar sem skráning fer fram.

Upphaf haustannar 2023

 Nú er starfið að komast í fullan gang í skólanum eftir sumarleyfi og er skrifstofa skólans nú opin.

Hér eru helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga fyrir nemendur og forráðamenn:

16. ágúst - stundatöflur verða aðgengilegar í INNU.

17. ágúst kl. 13.00 - kynningarfundur fyrir nýnema (2007) í fyrirlestrarsal skólans.

18. ágúst - kennsla hefst samkvæmt stundarskrá.

Lesa meira.