Sumarleyfi og upphaf næsta skólaárs

Innritun nýnema og eldri nemenda í Fjölbrautaskólann við Ármúla er nú lokið.

Fimmtudaginn 27. júní fara starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla í sumarleyfi. Þeir mæta svo aftur til starfa miðvikudaginn 7. ágúst.

Allir nemendur skólans hafa núna fengið greiðsluseðil í heimabanka. Hjá nemendum yngri en 18 ára birtist greiðsluseðillinn hjá elsta forráðamanni. Ef greiðsluseðillinn er ekki greiddur skoðast það sem höfnun á skólavist.

Um 900 nemendur eru að jafnaði í dagskóla við Fjölbrautaskólann við Ármúla og u.þ.b. 1400 nemendur í fjarnámi. Mjög fjölbreyttar námsbrautir er að finna í skólanum; bóknám, listnám og heilbrigðistengt nám. Um 80 kennarar og 30 aðrir starfsmenn vinna að því daglega að aðstoða nemendur í námi sínu og stoðþjónusta er mjög mikil. Félagslífið í skólanum er gott og margt að gerast í hverri viku.

Lesa meira

Nemendur FÁ með námskeið í kvikmyndagerð

Tveir nemendur skólans héldu námsskeið í kvikmyndagerð í tengslum við kvikmyndahátíð Grundaskóla á Akranesi í upphafi vikunnar. Þau Ísold Ylfa Teitsdóttir og Viktor Hugi Jónsson byrjuðu á því að kynna Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna og héldu svo námskeiðið, sem var svokallað "24-hour film challenge" þar sem þau leiðbeindu nemendum í 8. 9. og 10. Grundaskóla í grínmyndagerð. Skemmst er frá því að námskeiðið gekk eins og í sögu, allir þátttakendur kláruðu myndir sínar svo að úr varð fjöldinn allur af nýjum grínmyndum.

Skólaheimsókn til Portúgal

 Þann 26. maí hélt 60 manna hópur kennara og starfsmanna í FÁ til Portúgal. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér starfið í tveim skólum í borginni Braga, Oficina og Agrupamento de escolas Sá De Miranda. Tveir ólíkir en flottir skólar sem gaman var að heimsækja. Sérstaka athygli vakti að portúgalskir nemendur eru alla jafna í skólanum frá átta á morgnana og til sex á kvöldin og fara þá í tómstundastarf. Ekki mikill tími sem fjölskyldurnar fá saman þarna í Portúgal. Seinni hlutann af ferðinni hélt hópurinn svo til Portó. Þar var margt skemmtilegt að skoða, falleg borg með mikla sögu. Hér má sjá heimasíður skólanna: Oficina   Agrupamento de escolas Sá De Miranda