Nemendur í heimsókn á Alþingi

Nemendur í viðskiptalögfræði fóru í fræðandi og skemmtilega heimsókn í Alþingishúsið. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður tók á móti hópnum, sýndi þeim húsið og sagði þeim frá störfum þingsins. Nemendur voru ánægðir með heimsóknina, þeir nýttu tækifærið vel til að spyrja spurninga og höfðu á orði að þau hefðu verið margs vísari eftir heimsóknina. Hver veit nema einhverjir af nemendunum munu sækjast eftir því að starfa á þessum vettvangi í framtíðinni.

Haustfrí

Föstudaginn 21.október er námsmatsdagur og á mánudaginn 24.október er haustfrí í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin kennsla verður þessa daga og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð. 

Heimsókn í Hæstarétt

Nemendur í viðskiptalögfræði í FÁ fóru í heimsókn í dag, í Hæstarétt Íslands og kynntu sér sögu og starfsemi réttarins.

Benedikt Bogason, forseti hæstaréttar, tók á móti hópnum og fór yfir dómskerfið og meðferð dómsmála með nemendum.

Þá fór hann jafnframt yfir sögu hæstaréttar sem hefur verið starfandi hér á landi frá árinu 1920 og var fyrst til húsa í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Frá árinu 1949 var hann staðsettur í dómshúsinu við Lindargötu en flutti árið 1996 í nýtt glæsilegt dómshús við Arnarhól.

Nemendur voru afar ánægðir með heimsóknina og fengu gott tækifæri til að spyrja spurninga og höfðu þeir á orði að heimsóknin hefði verið gagnleg og fræðandi.

Val fyrir vorönn 2023

Opnað hefur verið fyrir val á vorönn 2023. Síðasti valdagur er 4.nóvember. Með vali staðfestir nemandi umsókn sína um skólavist á næstu önn. Nánari upplýsingar hér.

Ásmundur Einar í heimsókn

 

Við fengum góða heimsókn í FÁ í dag frá Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra ásamt fulltrúum úr ráðuneytinu.

Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari tóku á móti gestunum og áttu með þeim fund þar sem málefni skólans voru rædd. Síðan var gengið um skólann og kíkt á starfið.

Ásmundur Einar heilsaði m.a. upp á nemendur á sérnámsbrautinni og kíkti svo í heilbrigðisskólann þar sem hann kynnti sér heilsunuddbrautina, tanntæknifræði og aðstöðu sjúkraliðabrautar. Einnig kíkti hann við í lífsleikni hjá nýnemum, í íslenskutíma hjá erlendum nemendum og þjóðhagfræði.

Ásmundur Einar var áhugasamur um starfsemi skólans og gaf sig á tal við starfsfólk og nemendur.

Við þökkum Ásmundi Einari hjartanlega fyrir komuna.

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.