Brautskráning haustönn 2020

Langri og strangri önn, sem fór að mestu fram með fjarkennslu á netinu, lauk formlega í gær þegar 107 nemendur voru brautskráðir af 13 námsbrautum; 21 af heilbrigðissviði, 4 af nýsköpunar- og listabraut og 88 af stúdentsbrautum. 6 nemendur brautskráðust með viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi.

Þessa önn voru dúxar skólans tveir og deildu meðaleinkunninni 9,38 – Edda Sól Arthúrsdóttir sem útskrifaðist af félagsfræðibraut og Eyþór Guðjónsson af náttúrufræðibraut.

Þá ber að nefna Birtu Breiðdal, sem er fyrsti nemandinn í sögu skólans til að útskrifast með stúdentspróf sem var alfarið tekið í fjarnámi.

Brautskráning í dag

Í dag, 18. desember, fer fram brautskráning frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Athöfnin hefst kl. 13:00 en vegna sóttvarnareglna verða nemendur útskrifaðir í fjórum hópum.

 

 

Útskrifað verður í þessari röð:

Heilbrigðisskólinn

Nýsköpunar- og listabraut

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Félagsfræðibraut

Íþrótta- og heilbrigðisbraut

Náttúrufræðibraut

Viðskipta- og hagfræðibraut

 

Því miður er nemendum ekki heimilt að taka með sér gesti vegna aðstæðna í samfélaginu, en athöfninni verður streymt HÉR svo enginn ástvinur þurfi að missa af þessum merku tímamótum. Eins fá nemendur í hendur ljósmyndir frá deginum.

Útskriftarnemar eru beðnir að lesa vel upplýsingabréf frá stjórnendum og gæta sóttvarna á allan hátt á meðan dagskráin stendur yfir. 

Jólakveðja!

Ágætu nemendur og forráðamenn.


Nú er stutt eftir af þessar skrýtnu og löngu önn og jólin nálgast. Ég heyri frá kennurum mínum að þeir eru alla jafna nokkuð ánægðir með árangur nemenda sinna, en óneitanlega hefur önnin reynst mörgum erfið. En nú er aðeins ein vika eftir og nauðsynlegt að gera eins vel og hægt er í þeirri viku.


Ég vona síðan innilega að komandi vorönn verði með eðlilegustum hætti og lífsglaðir, skemmtilegir og árangursdrifnir nemendur fylli hér stofur og ganga skólans. Þannig á skóli að sjálfsögðu að vera.
Nú er í gangi kennslukönnun á INNU sem ég hvet ykkur nemendur eindregið til að svara. Það er mikilvægt fyrir skólann að fá skoðanir nemenda á því sem spurt er um í könnuninni.


Starfsfólk skólans ákvað að skella í eina jólakveðju til ykkar allra. Vonandi hafið þið eins gaman af kveðjunni og starfsmennirnir höfðu gaman af gerð jólakveðjunnar. Jólapepp FÁ!

Kveðja,

Magnús Ingvason

Skólameistari FÁ