Námskeið: Gagnlegar venjur
Það tekur skamma stund að koma sér upp ósiðum eða ljótum óvana. En betra er samt að tileinka sér góða siði og GAGNLEGAR venjur. Það er haft fyrir satt að leiðin til Heljar sé lögð góðum áformum en nú er okkur borgið. Námskeiðið GAGNLEGAR VENJUR verður haldið mánudaginn 4. sept. og miðvikudaginn 6. sept. frá klukkan 12:35 til 13:00 og því ættu allir sem þurfa að geta sótt sér fræðslu um gagnlegar venjur. Fræðslan fer fram í stofu M201 - sannkallað tækifæri til farsældar og frama í lífinu.