Námskeið: Gagnlegar venjur

Það tekur skamma stund að koma sér upp ósiðum eða ljótum óvana. En betra er samt að tileinka sér góða siði og GAGNLEGAR venjur. Það er haft fyrir satt að leiðin til Heljar sé lögð góðum áformum en nú er okkur borgið. Námskeiðið GAGNLEGAR VENJUR verður haldið mánudaginn 4. sept. og miðvikudaginn 6. sept. frá klukkan 12:35 til 13:00 og því ættu allir sem þurfa að geta sótt sér fræðslu um gagnlegar venjur. Fræðslan fer fram í stofu M201 - sannkallað tækifæri til farsældar og frama í lífinu.

Nýnemaferð 1. september

Í dag, 30.ágúst, var nýnemadagur og nýnemar boðnir velkomnir í skólann. En föstudaginn 1. september verður haldið upp í spennandi ferð eitthvað út í buskann, og ENGINN nýnemi í FÁ mun láta sig vanta í þá reisu sem vonandi verður eftirminnileg. Mæting er á Steypunni í seinasta lagi kl. 8:15 og rútan rennur úr hlaði klukkan 8:30. Þótt veðrið verði öruggglega upp á sitt besta er samt allur varinn góður og því er ráðlegt að taka með sér AUKAFÖT í poka og einnig að útbúa létt nesti til að narta í á leiðinni. Heimkoma er áætluð um tíuleytið um kvöldið.

Skólinn kominn á flug

Nú þegar vika er liðin frá skólabyrjun er allt að komast í gott far, nýnemar búnir að læra hvar kennslustofurnar er að finna og námið að komast í fastar í skorður, nú er um að gera að halda vel á spöðunum, moka inn þekkingunni jafnt og þétt og láta aldrei deigan síga. Iðjusemi skilar ávexti.....(meir)