Vetrarvika FÁ

Í tilefni fallega vetrarveðursins og þess að framundan eru annarlok, vetrarsólstöður og jólahátíð var "Vetrarviku" fagnað í FÁ síðustu daga. Nemendafélagið bauð upp á hangikjöt og uppstúf, kakó og smákökur, jólabíó og popp, kahoot-keppni um alþjóðlegar vetrarhátíðir, piparkökuskreytingar, jólasveinaheimsókn, jólagjafir, jólatré og verðlaun fyrir bestu jólapeysuna. Nemendur halda því inn í síðustu kennsluviku ársins mettir og glaðir. 

Nýtnivika Umhverfisráðs

Nemendur í Umhverfisráði FÁ héldu upp á "Nýtniviku" í síðustu viku og vöktu samnemendur sína til umhugsunar um náttúruvænni lífsstíl.

Rokkað í hádeginu

Skólameistari, nemandi og kennarar af ýmsum toga hentu saman í skólahljómsveitina "Úff!" og skemmtu okkur hinum í hádegishléinu.
Það vantar aldrei rokkið í FÁ!

Rætt um fantasíubókmenntir

Í tilefni Dags íslenskrar tungu um helgina kom til okkar í dag rithöfundurinn Alexander Dan og ræddi fantasíubókmenntir, sem eru vinsælar hjá stórum hópi ungra lesenda. Þar sem bækur hans hafa verið gefnar út á bæði íslensku og ensku varð úr áhugaverð umræða um þróun tungumálsins og hvort bóklestur á ensku ógni framtíð íslenskunnar.

Opið fyrir umsóknir á vorönn

Nú er opið fyrir umsóknir í skólann á vorönn.

VIð hvetjum umsækjendur til að kynna sér vel inntökuskilyrði og dagsetningar umsóknartímabila á vef Menntagáttar.

https://www.fa.is/sk…/inntaka-i-skolann/umsokn-um-skolavist/

Tónsmiðjan með hádegistónleika

Tónlistarstýra skólans, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, kennir nú í fyrsta sinn tónsmiðju sem áfanga. Þar situr ungt og efnilegt tónlistarfólk, kynnir sér tónlistarsöguna og æfir söng og hljóðfæraleik. Þessi flotti hópur frumflutti fyrir samnemendur sína á frábærum hádegistónleikum í síðustu viku - vel valin lög frá tímabilinu 1950-70 Við bíðum spennt eftir næstu tónleikum!

Jafnréttisfræðsla vikunnar

Hinseginfélag og femínistafélag skólans buðu upp á hádegisfyrirlestra í tilefni kynjajafnréttisvikunnar. Þar fengu nemendur áhugaverða fræðslu um t.d. samskipti og staðalímyndir kynjanna, mörk og virðingu, sjálfsmynd unglinga og málefni trans fólks.  

Hrekkjavökuteiti

Nemendaráð FÁ fagnaði allraheilagsmessu með pylsu- og nammiveislu, hryllingshúsi, spákonu, töframanni, búningasamkeppni og tónlist. 

Kynjajafnréttisvika FÁ 2019

Femínistafélag og Hinseginfélag FÁ taka sig saman og bjóða samnemendum, foreldrum og starfsfólki upp á fræðsluhádegi í næstu viku. 

Mánudaginn 4. nóvember mæta þau Andrea Marel og Kári Sigurðsson sem fyrirlesturinn "Fokk me-Fokk you". Hann snýst um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Á þriðjudag koma svo Sólborg Guðbrandsdóttir og Þorsteinn Einarsson með fyrirlesturinn "Karlmennskan og Fávitar" sem fjallar um mörk, samskipti og karlmennskuímyndir. Loks mætir fræðslustýra Samtakanna ´78, Sólveig Rós, og talar um hvað er að vera trans.

Öll velkomin!