Heimskókn til RSK

Nemendur á viðskipta-og hagfræðibraut í bókfærslu fóru í vettvangsheimsókn til Ríkisskattsjóra og fengu fyrirlestur í tengslum við það sem þau eru að læra í áfanganum. Farið var yfir meðal annars það helsta varðandi virðisaukaskatt og skil á virðisaukaskattskýrslu.

Þar sem komið er að skattauppgjöri einstaklinga sem skila á inn frá 1.til 14. mars næstkomandi fengu nemendur kynningu á því helsta varðandi skil á skattskýrslum. Nemendum þótti heimsóknin fróðleg og áhugaverð og höfðu á orði að margt hefði komið fram sem ætti án efa eftir að gagnast þeim í náminu.

Starfsþróunardagur föstudaginn 3.mars

Föstudaginn 3.mars er starfsþróunardagur kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Öll kennsla fellur niður þennan dag og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð.