FÁ úr leik í Gettu betur

FÁ er því miður úr leik í Gettu betur eftir tap á móti firna sterku liði MR í gær. Eftir hraðaspurningar var staðan 21-15 MR í vil en í bjölluspurningunum stungu MR-ingarnir af og sigruðu að lokum 43-17.

Lið FÁ er skipað þeim Iðunni Úlfsdóttur, Jóhönnu Andreu Magnúsdóttur og Þráni Ásbjarnarsyni. Þess má geta að Þráinn hefur verið í liði FÁ síðastliðin 5 ár og staðið sig gríðarlega vel og haldið uppi liði FÁ. Hann mun útskrifast í vor og þökkum við honum kærlega fyrir hans framlag til keppninnar.

 

FÁ áfram í Gettu betur

Lið FÁ í Gettu betur keppti í fyrstu umferð keppninnar síðasta mánudag en laut þar lægra haldi fyrir liði FB. Í gær kom svo í ljós að við komumst áfram í aðra umferð keppninnar þar sem þrjú stigahæstu tapliðin halda áfram í aðra umferð.Við munum því keppa á miðvikudaginn næsta, 17. janúar á móti MR.

Fyrsta umferð í Gettu betur

 

Mánudaginn 8. janúar, fer fram fyrsta umferð spurningakeppninnar Gettu betur. FÁ mætir liði Fjölbrautaskólans í Breiðholti kl 18.00. 

Gettu betur lið Fjölbrautaskólans við Ármúla er búið að vera að æfa á fullu undanfarnar vikur fyrir komandi keppni. Í Gettu betur liði FÁ þetta árið eins og í fyrra eru þau Iðunn Úlfsdóttir, Jóhanna Andrea Magnúsdóttir og Þráinn Ásbjarnarson, frábærir reynsluboltar. Þjálfarar liðsins þetta árið eru þeir Jens Ingi Andrésson og Arnar Heiðarsson.

Undanfarin ár hefur FÁ verið í mikilli sókn í Gettu betur og náði skólinn t.d. í undanúrslit árið 2020 og í 8 liða úrslit árið 2021 og 2023.

Við óskum þeim góðs gengis keppninni. Áfram FÁ!!

 

Upphaf vorannar 2024

 

Opnað hefur verið fyrir stundatöflur í Innu fyrir þá sem greitt hafa skólagjöldin.

Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflum 4. janúar.

4. og 5. janúar er tekið er á móti beiðnum um töflubreytingar. Þær fara eingöngu fram rafrænt á þessari slóð .