Andans næring í hádeginu

Á meðan sumir tróðu í sig mat í hádeginu nýttu aðrir meiri andans menn hádegishléð til að hlýða á fyrirlestur hjá Stefáni Braga Gunnarssyni um nanóvísindi- og öryggi. Var það mikill fróðleikur á ferð en svo má alltaf þræta um það hvort sé æðra efnið eða andinn en víst er að hvorutveggja þarf að næra.

Utansiglingar FÁ

FÁ er að verða svo frægur fyrir utanferðir nemenda að sumir halda að FÁ þýði Ferðaskrifstofa Ármúla en ekki Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Nú í þessari viku er fjöldi nemenda á faraldsfæti, níu eru á leið til Stafangurs í Noregi að kynna sér jarðfræði og jarðsögu Noregs og sex nemendur eru á leið til Frakklands á vegum Erasmus-verkefnisins TAWS (Think - Act- Work - Sustainable)..(meira)

Áfram Stelpur í FÁ

Í tilefni alþjóða baráttudags kvenna sem er í dag, tóku nemendur, sem eru í kynjafræði hjá Rakel McMahon, sig til og lýstu yfir stofnun femínistafélagsins Sigríður. Við óskum félaginu alls hins besta og vonandi stendur það vörð um jafnrétti kynjanna um alla framtíð.

Rauðir unnu þrautagöngu Árdaga

Þá er Árdögum lokið og þóttu takast nokkuð vel. Mörg lið kepptust um að leysa ýmsar þrautir og þótt öll liðin ættu möguleika á að vinna þrautagönguna, fór það samt svo að Rauða liðið eða Rauðliðarnir báru sigur úr býtum. Það er vonandi að allir hafi skemmt sér hið besta og séu staðráðnir í að gera Árdaga 2018 ennþá betri en núna- sjá myndir á Feisinu.

Árdags í ljóma

Í dag, miðvikudag renna upp Árdagar. Árdagar eiga sér langa sögu í FÁ en þá daga gera menn sér dagamun og brjóta upp hversdaginn og takast á við önnur verkefni en þann venjulega og bráðnauðsynlega lærdóm sem þeir gleypa alla daga...(lesa meir)