Andans næring í hádeginu
Á meðan sumir tróðu í sig mat í hádeginu nýttu aðrir meiri andans menn hádegishléð til að hlýða á fyrirlestur hjá Stefáni Braga Gunnarssyni um nanóvísindi- og öryggi. Var það mikill fróðleikur á ferð en svo má alltaf þræta um það hvort sé æðra efnið eða andinn en víst er að hvorutveggja þarf að næra.