Skólahald fellur niður 14. febrúar

Kæru nemendur,
Vegna óvenju slæmrar veðurspár og viðvarana frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum hefur verið ákveðið að aflýsa allri starfsemi í skólanum á morgun, föstudaginn 14. febrúar.Við hvetjum ykkur til að nota daginn í þágu námsins þó að skólahald falli niður. Gangi ykkur vel!

Skautaferð

Rúmlega 100 nemendur tóku sér pásu frá lærdómi eina kennslustund og skelltu sér saman í skautahöllina í dag. 

FÁ í undanúrslit Gettu betur!

Þau Jón Jörundur, Elínrós Birta og Þráinn voru skólanum sínum heldur betur til sóma í kvöld þegar þau sigruðu lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ 28-20 í 8 liða úrslitum Gettu betur. FÁ er þar með komið í undanúrslit - í fyrsta skipti frá árinu 1996!

Kennaratap í Gettu betur

 

Gettu betur lið skólans mætir FG í 8 liða úrslitum annað kvöld í beinni útsendingu á RÚV. Til að hita upp mætti liðið sérvöldu kennaraliði skólans í hádeginu í dag, og skyldi engan undra að nemendur báru sigur úr býtum.

Hér má svo sjá kynningarmyndbandið um FÁ sem nemendur unnu að beiðni RÚV:  Kynning á FÁ

 

 

Gettu betur vika framundan

Föstudagskvöldið 7. febrúar mætir Gettu betur lið FÁ liði FG í sjónvarpssal. Keppnin verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 20:10. Fyrir keppni hittist stuðningslið FÁ í skólanum, nærir sig og æfir baráttusöngva. Okkar fólk hitar upp daginn áður þegar það mætir kennaraliði FÁ í spurningakeppni í matsal í hádeginu. Þá verður öllum nemendum boðið upp á Kahoot-keppni í hádeginu á miðvikudeginum, auðvitað með Gettu betur þema.

FÁ áfram í Gettu betur!

Gettu betur lið FÁ átti annan frábæran leik í kvöld og sigraði FS 27-23. Sem gerir FÁ stigahæsta lið fyrri riðils 2. umferðar. Okkar fólk er sem sagt á leið í 8 liða sjónvarpskeppni Gettu betur, en á fimmtudaginn kemur í ljós hvaða dag og á móti hvaða skóla við keppum.

Til hamingju Jón Jörundur, Elínrós Birta, Þráinn, Arnar og Guðmundur Þórir!

Veganúar í FÁ

Umhverfisfulltrúar skólans og mötuneyti Krúsku hafa tekið höndum saman í tilefni Veganúar. Allar vegan máltíðir á þriðjudögum og fimmtudögum í janúar verða á 700 kr. í stað 1050 kr.

FÁ vann fyrstu keppnina sína!

Gettu betur-lið FÁ átti frábæran leik í kvöld og sigraði Menntaskólann á Ísafirði 25-20. Stigafjöldi FÁ er sá þriðji hæsti sem náðist í þessari fyrstu umferð ársins - einungis MR og Versló fengu fleiri stig. MÍ var afar verðugur andstæðingur og sem stigahæsta tapliðið verður skólinn samferða okkur upp í næsta riðil.

Næsta keppni verður á móti Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl. 20:30 þann 14. janúar.

Vel gert FÁ!

Fyrsta umferð Gettu betur

Kl. 21:00 í kvöld mætir FÁ Menntaskólanum á Ísafirði í fyrstu umferð Gettu betur 2020. Þau Elínrós Birta, Jón Jörundur og Þráinn skipa okkar lið, og hér má hlusta á útsendinguna: https://www.ruv.is/null
Áfram FÁ!

Skráning í fjarnám

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í fjarnám FÁ á vorönn og opið verður til 17. janúar.

https://umsokn.inna.is/#!/applyModules