Upphaf haustannar 2020

Ágætu nemendur og forráðamenn,

Mánudaginn 24. ágúst hefst staðnám í FÁ samkvæmt stundaskrá.

Vegna Covid-19 gilda almennar sóttvarnareglur í skólanum: þ.e. handþvottur, sótthreinsun, forðast að snerta andlit og tveggja metra reglan þar sem henni verður komið við (nema í skólastofum má fara niður í 1 metra fjarlægð). Mötuneytið verður ekki með heitan mat fyrst um sinn, heldur eingöngu plastpakkaða matvöru.

Þá mun skólinn fylgja nýjum leiðbeiningum menntayfirvalda sem unnar voru í samvinnu við sóttvarnarlækni. Lesið þessar reglur vel og hafið þær að leiðarljósi á næstunni.

1. Öll eiga að gæta fyllsta hreinlætis og spritta sig um leið og komið er inn í skólann. Sprittstöðvar eru við alla innganga.

2. Suðurinngangur verður öllu jafna læstur en hann er eingöngu ætlaður fyrir nemendur á sérnámsbraut.

3. Öll eiga að spritta sig þegar gengið er inn í álmur skólans (sprittbrúsar eru við alla innganga skólans og innganga í álmur).

4. Gangar eru ætlaðir til þess að ferðast á milli kennslustofa. Stofur verða ólæstar og nemendur eiga að fara beint inn í sína stofu þegar komið er upp á ganginn, þ.e. ekki bíða fyrir utan stofuna eftir kennara.

5. Öll eiga að sótthreinsa sitt borð og stólbak eftir hvern tíma. Kennarar nýta síðustu fimm mínútur af kennslustund til að leiðbeina .....

Gleðilega gleðidaga!

Rafræn lokapróf / Online final exams

Varðandi nýjustu fréttir af hertum aðgerðum vegna covid-19 / Regarding today´s news about covid-19

Staðbundið sumarnám FÁ

Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður upp á 6 áfanga í staðbundnu námi í sumar, sem er hluti af menntaúrræði stjórnvalda vegna Covid-19.

Skráning og upplýsingar eru HÉR.

Skólinn fær 1. Græna skrefið

Í gær fékk skólinn afhenta viðurkenningu fyrir að hafa lokið við 1. Græna skrefið, en skrefin sex eru fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Umhverfismálin eru ekki ný af nálinni í FÁ en skólinn var til að mynda fyrsti framhaldsskólinn til að hljóta Grænfánann og það árið 2006. Hugað er að umhverfinu í bæði rekstri og kennslu og hefur skólinn sett sér sjálfbærnistefnu og metnaðarfulla aðgerðaáætlun, umhverfisstefnu og samgöngustefnu. Sjálfbærninefnd og umhverfisráð skólans skipa fulltrúar starfsfólks og nemenda. Umhverfisfræði er kennd í vali en til stendur að gera hana að skyldufagi. Á hverju vori er umhverfisvika þar sem t.d. hafa verið fengnir fyrirlesarar eru til að fjalla um umhverfismál, markaður með umhverfisvænum vörum verið settur upp og notuð föt seld og ágóðinn gefinn til Votlendissjóðs.

Brautskráning vorið 2020

Í dag útskrifaðist 131 nemandi, þar af 12 af tveimur brautum, frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Vegna aðstæðna í samfélaginu var útskrifað í tveimur hlutum; af heilbrigðisgreinum, Lista- og nýsköpunardeild og viðbótarnámi til stúdentprófs fyrripart dags, og bóknámsgreinum seinnipartinn. 73 nemendur útskrifuðust af bóknámsbrautum, 35 af heilbrigðisbrautum, 23 úr viðbótarnámi til stúdentsprófs og 3 af Lista- og nýsköpunarbraut.

Salóme Pálsdóttir, nýstúdent af Íþrótta- og heilbrigðisbraut, varð þetta vorið dúx skólans á stúdentsprófi. Viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í verknámi tanntækna fengu þær Arna Katrín Kristinsdóttir og Ruth Rúnarsdóttir, og Eva Dögg Halldórsdóttir fyrir framúrskarandi árangur á Nýsköpunar- og listabraut. Íris Sævarsdóttir og Guðrún Telma Þorkelsdóttir fluttu falleg kveðjuávörp fyrir hönd útskriftarhópanna. Tveir starfsmenn skólans voru kvaddir eftir farsælt starf; Ingibjörg B. Haraldsdóttir, sérnámskennari, og Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, kennslustjóri sjúkraliðabrautar.

Magnús Ingvason, skólameistari, og Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari, fluttu ávörp; Alex Ford og Guðmundur Elí Jóhannsson fluttu tónlistaratriði og Lilja Dögg, tónlistarkennari skólans, leiddi samsöng í lok athafna.

Til hamingju útskriftarnemar!

Brautskráningu streymt

Á morgun, 26. maí, fer fram brautskráning í tvennu lagi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Kl. 13:00 útskrifast nemendur af Nýsköpunar- og listabraut, og frá Heilbrigðisskólanum. Nýstúdentar af Hugvísindabraut, Félagsfræðabraut, Náttúrufræðibraut, Íþrótta- og heilbrigðisbraut og Viðskipta- og hagfræðibraut útskrifast svo kl. 15:00. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður útskrifarnemum því miður ekki heimilt að bjóða með sér fleiri en tveimur gestum en báðum athöfnum verður streymt HÉR svo stoltir ástvinir þurfi ekki að missa af þessum merku tímamótum.

Útskrift af sérnámsbraut

Í dag útskrifuðust 7 nemendur af sérnámsbraut FÁ og hlaut einn þeirra, Arnar Ingi Gunnarsson, sérstaka viðurkenningu fyrir góða ástundun í námi. Pálmi Vilhjálmsson, kennslustjóri sérnámsdeildar, og Magnús Ingvason, skólameistari, afhentu prófskírteinin og leiddu svo fjöldasöng ásamt útskriftarnemanum Helenu Halldórsdóttur. Þá flutti Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari, ávarp og þau Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir og Reynir Snær Magnússon, fyrrum starfsmaður sérnámsbrautar, fluttu tvö falleg lög. Loks var útskriftarnemunum og gestum þeirra boðið til kaffisamsætis í skólanum.

 

Skráning í sumarönn fjarnáms

Á morgun, 22. maí, hefst skráning í sumarönn fjarnáms við FÁ og stendur innritun til 4. júní. Skráðu þig hér. Önnin hefst svo 9. júní.

Hér má sjá alla áfanga sem bjóðast í fjarnámi, skrifaðu SUMAR undir flipann "í boði" til að sjá eingöngu þá 56 áfanga sem kenndir verða í sumar.

Lestu þér frekar til um fjarnámið við FÁ hér.