Upphaf haustannar 2020
Ágætu nemendur og forráðamenn,
Mánudaginn 24. ágúst hefst staðnám í FÁ samkvæmt stundaskrá.
Vegna Covid-19 gilda almennar sóttvarnareglur í skólanum: þ.e. handþvottur, sótthreinsun, forðast að snerta andlit og tveggja metra reglan þar sem henni verður komið við (nema í skólastofum má fara niður í 1 metra fjarlægð). Mötuneytið verður ekki með heitan mat fyrst um sinn, heldur eingöngu plastpakkaða matvöru.
Þá mun skólinn fylgja nýjum leiðbeiningum menntayfirvalda sem unnar voru í samvinnu við sóttvarnarlækni. Lesið þessar reglur vel og hafið þær að leiðarljósi á næstunni.
1. Öll eiga að gæta fyllsta hreinlætis og spritta sig um leið og komið er inn í skólann. Sprittstöðvar eru við alla innganga.
2. Suðurinngangur verður öllu jafna læstur en hann er eingöngu ætlaður fyrir nemendur á sérnámsbraut.
3. Öll eiga að spritta sig þegar gengið er inn í álmur skólans (sprittbrúsar eru við alla innganga skólans og innganga í álmur).
4. Gangar eru ætlaðir til þess að ferðast á milli kennslustofa. Stofur verða ólæstar og nemendur eiga að fara beint inn í sína stofu þegar komið er upp á ganginn, þ.e. ekki bíða fyrir utan stofuna eftir kennara.
5. Öll eiga að sótthreinsa sitt borð og stólbak eftir hvern tíma. Kennarar nýta síðustu fimm mínútur af kennslustund til að leiðbeina .....