Verðlaunaafhending Landverndar

Í dag veitti Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Landverndar, Ásdísi Rós Þórisdóttur viðurkenningarskjal og verðlaun fyrir 2. sætið í samkeppninni "Ungt umhverfisfréttafólk". Verðlaunin voru ekki af síðri endanum - gjafabréf í FlyOverIceland, Berserk axarkast, Vistveru, Rauða kross búðirnar og Pixel.

Seinna í maí verður rafræn sýning á öllum ljósmyndaverkefnum FÁ-nemenda sem tóku þátt í þessari glæsilegu samkeppni. Verðlaunamynd Ásdísar, Congratulations humanity, mun svo keppa í Alþjóðakeppninni "Young Reporters for the Environment".

Ungir frumkvöðlar

Tvö nemendalið frá Ármúla náðu í 25 liða úrslit (af þeim 109 sem kepptu) í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla í ár. Fyrirtækin unnu bæði með umhverfisverndarvinkil og ljóst að nemendur FÁ eru sannarlega umhverfismeðvitað fólk!

Þau Abraham, Berglind, Hlynur, Kim og Tristan skipa fyrirtækið Blika sem framleiðir regnkápur, töskur og fleira úr endurnýttu efni á borð við ónýta segla og sjómannafatnað.

Karpúl er forrit þar sem fólk getur safnast saman í bíla á ferðum til og frá skóla og vinnu, en fyrirtækið skipa þau Bryndís, Hildur, Íris, Viktor Ernir og Viktor Karl.

Congratulations humanity

FÁ-nemandinn Ásdís Rós Þórisdóttir hreppti í dag 2. sæti í samkeppni Landverndar, Ungt umhverfisfréttafólk!

Fjörutíu nemendaverkefni bárust keppninni en dómnefndin telur ljósmynd Ásdísar, „Congratulations humanity“, listaverk sem veki áhorfandann sannarlega til umhugsunar. Myndin segi meira en þúsund orð og hitti okkur neytendur, sem erum fastir í viðjum umbúðasamfélagsins, beint í hjartastað. Þá sé ljósmyndin sterk gagnrýni á stórfyrirtæki og hvernig þau standi fyrir umhverfisskaðandi iðnaði um allan heim.

Að auki var ljósmynd Ásdísar valin besta verkefnið af ungu fólki (Ungum umhverfissinnum, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Landssamtökum íslenskra stúdenta) sem hafði þetta að segja um myndina: „Kakan segir okkur með kalhæðni og húmor hvernig okkar hversdagslega neysluhegðun kemur verst niður á okkur sjálfum.“.

Til hamingju Ásdís með frábært verkefni og verðskuldaða viðurkenningu!

Rafræn heimapróf - Online exams

Varðandi vorprófin / regarding final exams - english below

Vorprófin ì ár verða með öðru sniði en venjulega vegna covid-19. Öll lokapróf verða rafræn heimapróf og haldin innan stundaskrár á dögunum 4.-15. maí. Prófað verður í tvöföldum tíma þess áfanga sem prófið er ì. Athugið þó að alls ekki allir áfangar munu hafa lokapróf.

Tímasetning og aðrar upplýsingar um lokapróf annarinnar er að finna á moodle og í skilaboðum frá kennurum. Einkunnir á Innu hafa nù verið lokaðar nemendum vegna námsmats yfir prófatímann.

Munið að tekið verður jafn hart á svindli ì þessum heimaprófum og öðrum prófum ì skólanum!

Sumarkveðja 2020

Starfsfólk FÁ óskar sínum kæru nemendum gleðilegs sumars og sendir þeim baràttukveðjur á lokaspretti annarinnar! 

Innritun á haustönn!

Nú og til 31. maí stendur yfir innritun eldri nemenda (fæddir 2003 og fyrr) í framhaldsskóla á haustönn 2020. Þeir nota til þess rafræn skilríki frá viðskiptabanka eða Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is og fá sendan í heimabanka (2-3 mínútur) eða á lögheimili (2-3 virkir dagar).

Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 6. maí til 10. júní þegar fyrir liggja skólaeinkunnir þeirra. Nemendum gefst tækifæri til að endurskoða umsóknir sínar á þessu tímabili.

Skráning í sumarönn fjarnáms mun standa yfir 22. maí til 4. júní.

Vegna samkomubanns náðist því miður ekki að halda okkar árlega opna hús til að kynna áhugasömum skólann, en hér má skoða rafræna kynningarbæklinga um námsleiðirnar okkar. Allar upplýsingar varðandi nám í FÁ er einnig hægt að nálgast á heimasíðu skólans og fyrirspurnir er varða námsframboð má senda á netfangið kb@fa.is.

Smelltu hér til að sækja um skólavist í FÁ.

Viðtal við námsráðgjafa FÁ

Hér má hlusta á gott viðtal við einn af námsráðgjöfum FÁ, Sigrúnu Fjeldsted, sem á feykinóg af góðum ráðum til allra framhaldsskólanema á þessum skrýtnu tímum: https://www.ruv.is/frett/2020/04/16/jafnvaegi-milli-thess-sem-madur-vill-og-tharf-ad-gera 

Varðandi lengt samkomubann

Varðandi lengt samkomubann

Innritun í dagskóla FÁ

Forinnritun nemenda í 10. bekk í framhaldsskóla næsta vetur stendur yfir á vef Menntamálastofnunar til 13. apríl 2020.

Vegna samkomubanns náðist því miður ekki að halda okkar árlega opna hús til að kynna áhugasömum skólann, en hér að neðan má skoða rafræna kynningarbæklinga um námsleiðirnar okkar.

Allar upplýsingar varðandi nám í FÁ er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni okkar og fyrirspurnir er varða námsframboð má senda á netfangið kb@fa.is.

Athugið að innritun eldri nemenda stendur yfir frá 6. apríl til 31. maí, og lokainnritun nýnema frá 6. maí til 10. júní.

Námsráðgjöf á tímum Covid-19

Náms- og starfsráðgjafar eru í vinnu á meðan skólinn er lokaður en eins og staðan er núna er því miður ekki í boði að koma í skólann í viðtal. Við verðum með fjarráðgjöf í gegnum tölvupóst, síma eða fjarfundabúnað og hvetjum ykkur til þess að hafa samband. Hægt er að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst (sjá neðar) eða bóka tíma í Innu og við höfum þá samband við ykkur.

namsradgjof@fa.is

hronn@fa.is

sandra@fa.is

sigrunf@fa.is

Við mælum með að þið haldið góðri rútínu og skipuleggið tímann ykkar vel, hér er hægt að nálgast vikuáætlun og mánaðarplan fyrir mars og apríl:

http://www2.fa.is/namsradgjof/vikan.pdf

http://www2.fa.is/namsradgjof/manudir/Mars2020.pdf

http://www2.fa.is/namsradgjof/manudir/Apr2020.pdf

Hér má svo finna góð ráð um skipulag náms: https://www.fa.is/thjonusta/nemendathjonusta/nams-og-starfsradgjof/skipulag/


Með kveðju,

Náms- og starfsráðgjöf FÁ

Hrönn, Sandra og Sigrún