Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, KHF, var haldin í 9. skiptið helgina 25. -26. mars í Bíó Paradís. Alls voru sýndar 28 myndir á hátíðinni frá skólum út um allt land, m.a. frá FÁ, MH, Verzló, Borgarholtsskóla, Tækniskólanum, Menntaskólanum að Laugarvatni og Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Að þessu sinni samanstóð dómnefnd hátíðarinnar af Christof Wehmeier, kynningarstjóra Kvikmyndamiðtöðvar Íslands, Marzibil Snæfríðar Sæmundsdóttir kvikmyndagerðarkonu og Dóru Jóhannsdóttur leikkonu og leikstjóra. Heiðursgestirnir í ár voru leikstjórarnir Guðný Halldórsdóttir og Olaf de Fleur.
Lesa meira: