Styrktartónleikar Tónsmiðjunnar
Í síðustu viku fóru fram nemendatónleikar hjá nemendum í Tónsmiðju skólans. Á efnisskránni var fjölbreytt tónlist og voru margir nemendur í Tónsmiðjunni að stíga á stokk í fyrsta skiptið. Það má með sanni segja að tónleikarnir voru virkilega vel heppnaðir, allir nemendur stóðu sig frábærlega og var góð stemning í salnum. Frábært tækifæri fyrir þessa nemendur að koma fram og fyrir aðstandendur og gesti að sjá það flotta starf sem fram fer í Tónsmiðju skólans.
Starfsmannahljómsveitin ÚFF flutti einnig nokkur lög við mikinn fögnuð gesta og bauð nemendafélagið upp á kakó og smákökur.