Haustfrí
Föstudaginn 21.október er námsmatsdagur og á mánudaginn 24.október er haustfrí í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin kennsla verður þessa daga og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð.
Föstudaginn 21.október er námsmatsdagur og á mánudaginn 24.október er haustfrí í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin kennsla verður þessa daga og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð.
Nemendur í viðskiptalögfræði í FÁ fóru í heimsókn í dag, í Hæstarétt Íslands og kynntu sér sögu og starfsemi réttarins.
Benedikt Bogason, forseti hæstaréttar, tók á móti hópnum og fór yfir dómskerfið og meðferð dómsmála með nemendum.
Þá fór hann jafnframt yfir sögu hæstaréttar sem hefur verið starfandi hér á landi frá árinu 1920 og var fyrst til húsa í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Frá árinu 1949 var hann staðsettur í dómshúsinu við Lindargötu en flutti árið 1996 í nýtt glæsilegt dómshús við Arnarhól.
Nemendur voru afar ánægðir með heimsóknina og fengu gott tækifæri til að spyrja spurninga og höfðu þeir á orði að heimsóknin hefði verið gagnleg og fræðandi.
Opnað hefur verið fyrir val á vorönn 2023. Síðasti valdagur er 4.nóvember. Með vali staðfestir nemandi umsókn sína um skólavist á næstu önn. Nánari upplýsingar hér.
Við fengum góða heimsókn í FÁ í dag frá Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra ásamt fulltrúum úr ráðuneytinu.
Magnús Ingvason skólameistari og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari tóku á móti gestunum og áttu með þeim fund þar sem málefni skólans voru rædd. Síðan var gengið um skólann og kíkt á starfið.
Ásmundur Einar heilsaði m.a. upp á nemendur á sérnámsbrautinni og kíkti svo í heilbrigðisskólann þar sem hann kynnti sér heilsunuddbrautina, tanntæknifræði og aðstöðu sjúkraliðabrautar. Einnig kíkti hann við í lífsleikni hjá nýnemum, í íslenskutíma hjá erlendum nemendum og þjóðhagfræði.
Ásmundur Einar var áhugasamur um starfsemi skólans og gaf sig á tal við starfsfólk og nemendur.
Við þökkum Ásmundi Einari hjartanlega fyrir komuna.
Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans.
Í næstu viku, 3.-7.október verður forvarnarvika í Fjölbrautaskólanum við Ármúla en Forvarnardagurinn sjálfur er einmitt á miðvikudeginum 5.október. Áherslan þetta árið verður á andlega heilsu og mikilvægi hennar. Boðið verður upp á fjölbreytta og fræðandi fyrirlestra, jóga og kvíðanámskeið. Einnig mun nemendafélagið bjóða upp á pylsupartý í lok vikunnar.
Við hvetjum alla til að kíkja á þessa dagskrá og taka þátt.
Hér fyrir neðan er svo dagskráin:
Mánudagur 3.október
11.30 - Geðlestin í fyrirlestrarsalnum
12.35 - Jóga í íþróttasalnum - Hrönn námsráðgjafi
Þriðjudagur 4.október
11.30 - Prófkvíðanámskeið í stofu S202 - Andri sálfræðingur FÁ
Miðvikudagur 5.október
Forvarnardagurinn
12.30 - Bergið Headspace í fyrirlestrarsalnum
Fimmtudagur 6.október
12.30 - Pieta samtökin í fyrirlestrarsalnum
Föstudagur 7.október
Pylsupartý í boði Nemó :)
Í upphafi hvers skólaárs býður nemendasamband FÁ (NFFÁ) nýnemum upp á nýnemadag þar sem nýjum nemendum gefst tækifæri á að kynnast hvort öðru með skemmtilegri dagskrá. Þann 2.september var ferðinni heitið í Skemmtigarðinn í Grafarvogi þar sem nýnemar skemmtu sér í dásamlegu sumarveðri í litabolta, lasertag, klessubolta, archery tag, minigolfi og fótboltagolfi. Frábær dagur með frábærum nýnemum.
Fleiri myndir frá nýnemadeginum má sjá á facebook síðu skólans.
Fyrsta ball vetrarins, Nýnemaballið, verður haldið á Spot í Kópavogi í samvinnu við nemendafélög Borgarholtsskóla og Tækniskólans fimmtudaginn 8. september næstkomandi.
Húsið opnar kl. 22:00 og verður gestum ekki hleypt inn eftir kl. 23:00. Ballinu lýkur svo kl. 01:00.
Fram koma:
VÆB, DJ Ragga Hólm, Inspector Spacetime, Stuðlabandið, Sigga Beinteins og Birnir.
Miðasala er hafin.
Fyrsta sólarhringinn geta eingöngu nýnemar keypt miða. Þann 2. september kl. 10:00 opnar miðasalan svo fyrir aðra nemendur Tækniskólans, FÁ og Borgarholtsskóla. Hægt er að kaupa miða hér.
Miðasala fyrir gesti utan skólanna sem halda ballið opnar svo kl. 10:00 mánudaginn 5. september.
Miðaverð er 4.000 kr. fyrir innanskólanema (nemendur í FÁ, Borgó eða Tæknó) en 5.000 kr. fyrir aðra gesti.
Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema í Fjölbrautaskólanum við Ármúla verður haldinn mánudaginn 29.ágúst kl. 17.00. Á fundinum verður farið yfir starfsemi skólans, þeirri þjónustu sem er í boði, námsvefjunum Innu og Moodle, félagslífi og fleiru. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal skólans, en þeir sem kjósa að fá kynningu á ensku mæta í stofu A-101. Áætlað er að fundurinn taki u.þ.b. 80 mínútur.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
English:
A special orientation meeting being held for the parents/guardians of new students at FÁ next Monday, August 29th at 17:00 in the school auditorium. In addition, we are adding a meeting at the same time, which will be held in room A-101 and will be conducted in English.
We’ll be covering many items about our school and providing important information on school policy and learning environment. The meeting should last approximately 80 minutes.
It is our sincere hope that you can make it and I look forward to seeing as many parents/guardians as possible.