Guðlaugur Þór umhverfisráðherra í heimsókn í FÁ.
Í dag fór fram vorgleði umhverfisnefndar FÁ. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, kom í heimsókn og spjallaði við nemendur í fyrirlestrarsal um ýmis mál er viðkoma umhverfis og orkumálum og voru nemendur FÁ duglegir að spyrja spurninga. Eftir spjallið kíkti ráðherra út og plokkaði í kringum skólalóðina ásamt nokkrum nemendum og kennurum. Í tilefni dagsins bauð umhverfisnefndin og nemendaráðið svo nemendum upp á veitingar frá Mandý, Serrano og Kore.
Við þökkum Guðlaugi Þór kærlega fyrir komuna.
Fleiri myndir má sjá á facebook síðu skólans, hér.