Velkomin aftur

Nú er löngu páskafríi lokið og skólastarf hefst að nýju. Það er um að gera að nota þá fáu daga sem eftir eru til þess að undirbúa sig fyrir prófin sem hefjast þegar þann 13. maí, en síðasti kennsludagur er þann 10. Það eru því ekki margir dagar framundan til þess að reka smiðshöggið á önnina. Um að gera að nota þá daga vel. Á föstudaginn kemur verður dimission, einn árgangur að kveðja en nýr kemur í hans stað. Þannig er hringrás daganna, þeir koma og fara með ógnarhraða eins og borðtenniskúla í hörkuleik.

Gleðilega páska

Nú er kyrrð og nú er friður yfir skólanum enda komið páskafrí og allir vel að því komnir. Önnin hefur verið löng, en vonandi ekki of strembin. Eftir páska tekur svo við lokaleikurinn og vonandi endar hann vel hjá öllum.
Frá og með 15. apríl fram til 29. apríl verður skrifstofa FÁ lokuð. Gleðilega páska, öllsömul.

Nú er kátt í höllinni!

Í dag lýkur Alþjóðaviku FÁ og af því tilefni er blásið til heljarinnar veislu. Það verður söngur, gleði, dans og tónlist að ógleymdum mat frá ýmsum heimshornum sem nokkrir veitingastaðir ætla að elda handa okkur - ókeypis. 
Engin veisla án góðra gesta. Eliza forsetafrú ætlar að heiðra samkomuna og einnig okkar fyrrverandi nemandi Sanna borgarfulltrúi og Tanja frá deCODE, allt konur sem hafa náð langt á sínu sviði. Ekki má gleyma því að fjölmiðlar verða á staðnum og því um að gera að koma vel greiddur og sætur í skólann. 
Veislan byrjar á slaginu tólf og vonandi sjá allir sér fært að taka þátt í gleðinni. FÁ er skóli fjölbreytileikans!

Alþjóðavika í FÁ 8.-11. apríl

FÁ er kominn í alþjóðlegan búning fyrir Alþjóðavikuna sem hefst í dag en tilgangur vikunnar er að beina ljósinu á stöðu erlendra nema og hversu fallega fjölbreyttur skólinn er. Alþjóðlega nemendaráðið hvetur starfsfólk til að taka þátt í dagskránni sem er bæði fróðleg og skemmtileg. Í dag, mánudag - kl. 12:30 í fyrirlestrasal, ætlar Hildur Björgvinsdóttir, framkvæmdastýra SÍF að kynna stöðu erlendra nema á Íslandi.....sjá nánar hér.

Fyrirtækjasmiða ungra frumkvöðla

Á morgun föstudag 5. apríl og laugardaginn 6. apríl, munu um 550 ungir frumkvöðlar frá 13 framhaldsskólum kynna og selja vörur sínar á Vörumessu Ungra frumkvöðla í Smáralindinni. Alls eru þarna á ferðinni 120 nýstofnuð fyrirtæki og þar af eru fjögur þeirra stofnuð í skólanum okkar. Það verður gaman að mæta í Smáralindina um helgina og sjá hverju nemendur okkar hafa fundið upp á í þessum málum. Frumkvæði, frumleiki, sköpun, ....

Enginn má missa af Ólympus

Söngleikurinn Ólympus var frumsýndur í gær fyrir fullu húsi og var vel fagnað enda á ferðinni bráðskemmtilegur leikur og allir leikarar og hljóðfæraleikarar stóðu sig með mikilli prýði. Sem betur fer verður Ólympus sýndur aftur i kvöld klukkan 20 og ef einhverjir komast ekki þá, er tækifæri til þess að sjá þennan bráðskemmtilega söngleik á sunnudaginn en þá verða tvær sýningar, sú fyrri klukkan 14 en seinni klukkan 20.

Miðaverð er 1.500 krónur en 1000 krónur fyrir starfsmenn og nemendur í NFFÁ. facebook - myndir

Upp skal halda á hæsta tind...

Laugardaginn 30. mars er ætlunin að nokkrir fræknir nemendur gangi á Móskarðshnjúka. Lagt verður af stað frá FÁ stundvíslega kl 9:00 og stefnt á að vera komin í bæinn um kl 14:00.
Þetta er um 8 km löng ganga en þar sem veðurspáin er góð, gæti gangan hæglega orðið lengri.

Skráið ykkur í tíma, seinast var uppselt í rútuna.

Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson:

I
Urð og grjót.
Upp í mót.
Ekkert nema urð og grjót.
Klífa skriður...

Ólympus - frumsýning á föstudag

Nú styttist í að gamansöngleikurinn Ólympus - Leikur að fólki, verði frumsýndur en frumsýningin verður núna á föstudaginn 29. mars í sal Fjölbrautaskólans við Ármúla. Verkið gerist í Grikklandi árið 390 f.kr. Þegar Seifur, æðsti guðinn á Ólympus, ákveður að skella sér í frí með eiginkonu sinni Heru, efnir hann til keppni milli guðanna til að ákveða hver skal taka við völdum í fráveru hans. Systkinin Artemis, Aþena, Díónýsus og Afródíta þurfa að fara niður á jörðu og keppast um hylli ungs pilts til að hreppa hásætið á Ólympus. Þau beita ýmsum klækjum til að snúa örlögunum sér í vil en það er síður en svo auðvelt að sigra þegar þau mega ekki gera það sem þau gera best - svindla og skemma hvert fyrir öðru...sjá meir.

OPIÐ HÚS - fimmtudaginn 21.mars

FÁ hefur alltaf verið opinn öllum sem þangað vilja sækja en fimmtudaginn 21. mars verður OPIÐ HÚS fyrir alla, konur og kalla, frá 16:30 til 18:00 þar sem allar deildir skólans kynna starfsemi sína. Það er meira í boði en margan grunar, á OPNU HÚSI má kynna sér aðstöðuna í glæsilegu skólahúsinu, læra um kosti fjarnámsins og fá nasasjón af fjörlegu félagslífi nemenda. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og kynnast hinu góða starfi sem unnið er í FÁr

Umhverfisdagar í FÁ - 20.-21. mars

FÁ hefur lengi verið í fararbroddi í umhverfismálum og fengið grænfánann í ófá skipti. Nú verða haldnir umhverfisdagar í skólanum þótt auðvitað séu allir dagar umhverfisdagar. Umhverfisdagarnir byrja kl. 10 þann 20. mars þegar umhverfismarkaður verður opnaður en að öðru leyti lítur dagskrá dagana svona út: (smella hér).